Peter Schreyer ráðinn forstjóri Kia Motors 4. janúar 2013 10:00 Schreyer er maðurinn sem gerbreytti útliti Kia bílaÞjóðverjinn Peter Schreyer hefur verið ráðinn sem einn af forstjórum Kia Motors. Schreyer hefur starfað sem yfirhönnuður Kia undanfarin sjö ár og átt stærstan þátt í mikilli velgengni Kia bíla á hönnunarsviðinu. Schreyer var kosinn maður ársins í bílaheiminum árið 2012 af bandaríska bílatímaritinu Automobile. Schreyer hefur ásamt hönnunarteymi Kia endurhannað allan bílaflota suður-kóreska bílaframleiðandans sem unnið hefur til fjölda hönnunarverðlauna um allan heim á undanförnum árum. Má þar nefna bílanna Sportage, Optima, Rio, Picanto, cee'd og pro_cee'd. Síðasta verkefni Schreyer sem yfirhönnuður fyrirtækisins var að hanna hinn nýja 7 manna fjölnotabíl Kia Carens sem kemur á markað hér á landi innan skamms. Schreyer verður einn af þremur forstjórum Kia Motors og fyrsti Evrópubúinn sem gegnir starfinu. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen og hannaði m.a. endurnýjuðu VW Bjölluna og Audi TT sportbílinn. Kia Motors hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin misseri og hefur sala fyrirtækisins margfaldast. Á Íslandi er Kia Motors þriðja mest selda bíltegundin og var með hátt í 10% markaðshlutdeild á árinu 2012. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent
Schreyer er maðurinn sem gerbreytti útliti Kia bílaÞjóðverjinn Peter Schreyer hefur verið ráðinn sem einn af forstjórum Kia Motors. Schreyer hefur starfað sem yfirhönnuður Kia undanfarin sjö ár og átt stærstan þátt í mikilli velgengni Kia bíla á hönnunarsviðinu. Schreyer var kosinn maður ársins í bílaheiminum árið 2012 af bandaríska bílatímaritinu Automobile. Schreyer hefur ásamt hönnunarteymi Kia endurhannað allan bílaflota suður-kóreska bílaframleiðandans sem unnið hefur til fjölda hönnunarverðlauna um allan heim á undanförnum árum. Má þar nefna bílanna Sportage, Optima, Rio, Picanto, cee'd og pro_cee'd. Síðasta verkefni Schreyer sem yfirhönnuður fyrirtækisins var að hanna hinn nýja 7 manna fjölnotabíl Kia Carens sem kemur á markað hér á landi innan skamms. Schreyer verður einn af þremur forstjórum Kia Motors og fyrsti Evrópubúinn sem gegnir starfinu. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen og hannaði m.a. endurnýjuðu VW Bjölluna og Audi TT sportbílinn. Kia Motors hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin misseri og hefur sala fyrirtækisins margfaldast. Á Íslandi er Kia Motors þriðja mest selda bíltegundin og var með hátt í 10% markaðshlutdeild á árinu 2012.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent