Innlent

Slökkviliðið kallað út 2.306 sinnum

Slökkvilið Akureyrar var kallað út 2.306 sinnum á nýliðnu ári. Það er um 8% fjölgun frá fyrra ári. 1.768 sinnum var liðið kallað út á sjúkrabílum á nýliðnu ári, en það er um 13% aukning frá fyrra ári.

463 sjúkraflug voru á árinu 2012 þar sem 487 sjúklingar voru fluttir. Þar er um að ræða um 8% fækkun á flugum milli ára eða 11 flug. Fjöldi sjúkrafluga helst nokkuð stöðugur á milli ára, en þau hafa flest orðið 494 árið 2008. Sjúkraflutningamenn frá slökkviliði Akureyrar hafa farið í 4.916 sjúkraflug frá því 1997.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×