Innlent

Óvissuástand áfram fyrir norðan vegna snjóflóða

Enn er óvissuástand vegna snjóflóða á Mið-Norðurlandi. Snjóflóð upp á 3,5 að stærð féll í Hörgárdal í gær, en flóð af þeirri stærð geta kaffært bíla og skemmt hús.

Spáð er miklum hlýindum í dag og varar Veðurstofan fólk við ferðalögum utan vega, einkum á vélsleðum, þar sem mikill snjór er í hlíðum.

Vegna hlákunnar varar Vegagerðin svo við að glerhált geti orðið nánast um allt land í dag, og þar sem spáð er hvassviðri á vestanverðu landinu undir kvöld, er varað við óvenju slæmum akstursskilyrðum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×