Innlent

Handtekinn eftir að hafa ruðst inn í íbúð í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók tvo menn í annarlegu ástandi úr umferð í nótt og vistaði þá í fangageymslum.

Annar ruddist inn í íbúð við Hverfisgötu rétt upp úr miðnætti, en íbúar þar yfirbuguðu hann og héldu honum þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann.

Um hálf tvö leitið í nótt var lögreglu svo tilkynnt um ungan mann sem væri illa til reika við lækinn í Hafnarfirði. Hann reyndist rennblautur í mjög annarlegu ástandi, að sögn lögreglu, og sefur hann nú úr sér í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×