Dagurinn fór í viðtöl við erlendar fréttaveitur Birkir Blær skrifar 3. janúar 2013 19:31 Skjáskot af abc news. Eitt heitasta fréttaefni dagsins í heimspressunni var barátta íslenskrar stúlku um nafnið sitt. Stúlkan fær ekki að heita Blær og hefur gegnum tíðina staðið í miklu stappi við mannanafnanefnd. Deilan rataði fyrir skemmstu til dómstóla. „Við erum einmitt búnar að vera að tala við CNN og NBC," sagði Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar og ritstjóri Séð og Heyrt, þegar Vísir náði tali af henni. „Þetta eru ótrúleg viðbrögð. Það er meira að segja komið í sjónvarpið á Fox News eitthvert debate um málið." Hér má nálgast umrætt myndskeið. Fréttir af málinu hafa verið með þeim allra mest lesnu á fjölmörgum fréttamiðlum í heiminum og rötuðu á forsíður víða, m.a. í Bandaríkjunum, Rússlandi og Indlandi. „Þannig að hún fór inn á MSN.com í dag og sá sjálfa sig beint fyrir ofan Kim Kardashian. Það var hápunktur dagsins," segir Björk um dóttur sína. Við erlendu fréttirnar hafa í mörgum tilvikum skapast mjög líflegar umræður í athugasemdakerfinu. Athugasemdir hlaupa á þúsundum þar sem fólk hneykslast á því að stjórnvöld fái að velja hvaða nöfn fólk má bera í landinu. Bandaríkjamönnum virðist upp til hópa finnast það fáránleg hugmynd. „Pæliði í þessu, áður en maður velur nafn á barnið sitt verður maður að athuga hvort nafnið er á lista sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Svona eru reglurnar á Íslandi," eru inngangsorð í frétt á Fox news. Og fréttakonan heldur áfram og ræðir um nafnið Blær. „Þetta er ekki móðgandi nafn eða nafn sem veldur vandræðum og er stafað með íslenskum stöfum. Svo það er hreinlega engin ástæða fyrir því að banna henni að eiga þetta nafn. Af hverju ætti ríkisstjórninni að vera kleift að handstýra því hvaða nöfn fólk má bera. Þetta nær bara ekki nokkurri átt." Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar tekur í sama streng. „Mér finnst það náttúrlega eðli málsins samkvæmt frekar fáránlegt. Ég set alveg spurningarmerki við nöfn sem geta orðið börnum virkilega til ama. Það er kannski eðlilegt að það séu einhvers konar mörk, en það væru þá nöfn sem eru virkilega skaðleg. En nöfn sem eru hljómfögur og passa við beygingarkerfið og stafsetningu, mér finnst rosaleg geðþóttaákvörðun að banna þau," segir Björk. Málið er nú fyrir dómstólum og er niðurstöðu að vænta í febrúar næstkomandi. „Aðalmeðferð málsins verður 21. janúar og eftir það hafa þeir fjórar vikur," segir Björk. Málið er fyrir héraðsdómstólum núna en mæðgurnar eru ákveðnar í að fara með það fyrir Hæstarétt ef það tapast í héraði. Tengdar fréttir Fox News fjallar um nafnabaráttu Blævar Vefsíða fréttastofunnar Fox News fjallar um baráttu ritstjóra Séð og Heyrt, Bjarkar Eiðsdóttur og dóttur hennar, en þær hafa stefnt ríkinu vegna þess að dóttir Bjarkar fær ekki að heita Blær. Ástæðan er sú að eftir árið 1973 má aðeins skíra drengi Blær, en nafnið er karlkynsorð. 3. janúar 2013 09:47 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Eitt heitasta fréttaefni dagsins í heimspressunni var barátta íslenskrar stúlku um nafnið sitt. Stúlkan fær ekki að heita Blær og hefur gegnum tíðina staðið í miklu stappi við mannanafnanefnd. Deilan rataði fyrir skemmstu til dómstóla. „Við erum einmitt búnar að vera að tala við CNN og NBC," sagði Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar og ritstjóri Séð og Heyrt, þegar Vísir náði tali af henni. „Þetta eru ótrúleg viðbrögð. Það er meira að segja komið í sjónvarpið á Fox News eitthvert debate um málið." Hér má nálgast umrætt myndskeið. Fréttir af málinu hafa verið með þeim allra mest lesnu á fjölmörgum fréttamiðlum í heiminum og rötuðu á forsíður víða, m.a. í Bandaríkjunum, Rússlandi og Indlandi. „Þannig að hún fór inn á MSN.com í dag og sá sjálfa sig beint fyrir ofan Kim Kardashian. Það var hápunktur dagsins," segir Björk um dóttur sína. Við erlendu fréttirnar hafa í mörgum tilvikum skapast mjög líflegar umræður í athugasemdakerfinu. Athugasemdir hlaupa á þúsundum þar sem fólk hneykslast á því að stjórnvöld fái að velja hvaða nöfn fólk má bera í landinu. Bandaríkjamönnum virðist upp til hópa finnast það fáránleg hugmynd. „Pæliði í þessu, áður en maður velur nafn á barnið sitt verður maður að athuga hvort nafnið er á lista sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Svona eru reglurnar á Íslandi," eru inngangsorð í frétt á Fox news. Og fréttakonan heldur áfram og ræðir um nafnið Blær. „Þetta er ekki móðgandi nafn eða nafn sem veldur vandræðum og er stafað með íslenskum stöfum. Svo það er hreinlega engin ástæða fyrir því að banna henni að eiga þetta nafn. Af hverju ætti ríkisstjórninni að vera kleift að handstýra því hvaða nöfn fólk má bera. Þetta nær bara ekki nokkurri átt." Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar tekur í sama streng. „Mér finnst það náttúrlega eðli málsins samkvæmt frekar fáránlegt. Ég set alveg spurningarmerki við nöfn sem geta orðið börnum virkilega til ama. Það er kannski eðlilegt að það séu einhvers konar mörk, en það væru þá nöfn sem eru virkilega skaðleg. En nöfn sem eru hljómfögur og passa við beygingarkerfið og stafsetningu, mér finnst rosaleg geðþóttaákvörðun að banna þau," segir Björk. Málið er nú fyrir dómstólum og er niðurstöðu að vænta í febrúar næstkomandi. „Aðalmeðferð málsins verður 21. janúar og eftir það hafa þeir fjórar vikur," segir Björk. Málið er fyrir héraðsdómstólum núna en mæðgurnar eru ákveðnar í að fara með það fyrir Hæstarétt ef það tapast í héraði.
Tengdar fréttir Fox News fjallar um nafnabaráttu Blævar Vefsíða fréttastofunnar Fox News fjallar um baráttu ritstjóra Séð og Heyrt, Bjarkar Eiðsdóttur og dóttur hennar, en þær hafa stefnt ríkinu vegna þess að dóttir Bjarkar fær ekki að heita Blær. Ástæðan er sú að eftir árið 1973 má aðeins skíra drengi Blær, en nafnið er karlkynsorð. 3. janúar 2013 09:47 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Fox News fjallar um nafnabaráttu Blævar Vefsíða fréttastofunnar Fox News fjallar um baráttu ritstjóra Séð og Heyrt, Bjarkar Eiðsdóttur og dóttur hennar, en þær hafa stefnt ríkinu vegna þess að dóttir Bjarkar fær ekki að heita Blær. Ástæðan er sú að eftir árið 1973 má aðeins skíra drengi Blær, en nafnið er karlkynsorð. 3. janúar 2013 09:47