Nýir foreldrar fá jafnari rétt til orlofs Þórunn skrifar 4. janúar 2013 08:00 Foreldrar munu fá tólf mánaða fæðingarorlof frá og með árinu 2016, þar af mun hvort foreldri um sig fá fimm mánaða óframseljanlegt orlof. Tveir mánuðir verða sameiginlegir og foreldrar geta ráðstafað þeim að vild. Fyrirkomulaginu var breytt milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu rétt fyrir jól, en áður hafði verið lagt til að hvort foreldri um sig fengi fjóra mánuði auk þess sem fjórir mánuðir yrðu sameiginlegir. Þessi tilhögun var gagnrýnd af nokkrum umsagnaraðilum. „Með því að halda því fyrirkomulagi að hafa orlofið þrískipt þá eru verulegar líkur á því að mæður muni taka átta mánuði en feður aðeins fjóra," segir í umsögn Jafnréttisstofu. „Rannsóknir á reynslu Norðurlanda af fæðingarorlofi sem foreldrum er ætlað að skipta á milli sín, allt frá því að Svíar innleiddu slíkt orlof 1974, sýna að það er nær eingöngu notað af mæðrum. […] Það verður því, í ljósi reynslunnar, að teljast líklegt að það verði einkum mæður sem nota hin sameiginlegu réttindi og feður verði áfram í aukahlutverki hvað umönnun ungra barna varðar," segir í umsögn Rannsóknastofnunar um barna- og fjölskylduvernd hjá Háskóla Íslands. Meirihluti velferðarnefndar Alþingis lagði því til milli annarrar og þriðju umræðu á þinginu að ákvæðinu yrði breytt. Í greinargerð meirihlutans kemur fram að það sé ekki í samræmi við „þá sterku jafnréttishugsun sem lögin byggja á að fjölga sameiginlegum mánuðum um einn um leið og réttur hvors foreldris er jafnframt lengdur um einn." Þar með muni tími mæðra frá vinnumarkaði lengjast. Því var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu. „Meirihlutinn telur að breytingin samræmist betur markmiðum laganna um að tryggja börnum samvistir við báða foreldra og stuðla að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði." Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Foreldrar munu fá tólf mánaða fæðingarorlof frá og með árinu 2016, þar af mun hvort foreldri um sig fá fimm mánaða óframseljanlegt orlof. Tveir mánuðir verða sameiginlegir og foreldrar geta ráðstafað þeim að vild. Fyrirkomulaginu var breytt milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu rétt fyrir jól, en áður hafði verið lagt til að hvort foreldri um sig fengi fjóra mánuði auk þess sem fjórir mánuðir yrðu sameiginlegir. Þessi tilhögun var gagnrýnd af nokkrum umsagnaraðilum. „Með því að halda því fyrirkomulagi að hafa orlofið þrískipt þá eru verulegar líkur á því að mæður muni taka átta mánuði en feður aðeins fjóra," segir í umsögn Jafnréttisstofu. „Rannsóknir á reynslu Norðurlanda af fæðingarorlofi sem foreldrum er ætlað að skipta á milli sín, allt frá því að Svíar innleiddu slíkt orlof 1974, sýna að það er nær eingöngu notað af mæðrum. […] Það verður því, í ljósi reynslunnar, að teljast líklegt að það verði einkum mæður sem nota hin sameiginlegu réttindi og feður verði áfram í aukahlutverki hvað umönnun ungra barna varðar," segir í umsögn Rannsóknastofnunar um barna- og fjölskylduvernd hjá Háskóla Íslands. Meirihluti velferðarnefndar Alþingis lagði því til milli annarrar og þriðju umræðu á þinginu að ákvæðinu yrði breytt. Í greinargerð meirihlutans kemur fram að það sé ekki í samræmi við „þá sterku jafnréttishugsun sem lögin byggja á að fjölga sameiginlegum mánuðum um einn um leið og réttur hvors foreldris er jafnframt lengdur um einn." Þar með muni tími mæðra frá vinnumarkaði lengjast. Því var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu. „Meirihlutinn telur að breytingin samræmist betur markmiðum laganna um að tryggja börnum samvistir við báða foreldra og stuðla að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði."
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira