Innlent

Snjóbræðslan brátt í gagnið

GAR skrifar
Klapparstígur áður en endurbætur hófust.
Klapparstígur áður en endurbætur hófust.
Snjóbræðslukerfi sem lagt var undir Klapparstíg í nýafstöðnum endurbótum á milli Laugavegar og Hverfisgötu verður tengt öðru hvoru megin við helgina.

Að sögn Ólafs Ólafssonar, yfirmanns mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkurborgar, náðist ekki fyrir jól eins og til stóð að tengja nýju hitalagnirnar í götunni við snjóbræðslustöð sem sett var upp í bílastæðahúsi í Traðarkoti. Um sams konar kerfi er að ræða og komið var fyrir við endurbætur á Klapparstíg ofan Laugavegar fyrr á nýliðnu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×