Fleiri fréttir

Björgunarskip á leið að vélarvana 100 tonna línuveiðibáti

Björgunarskip Landsbjargar frá Rifi er nú á leið að rúmlega hundrað tonna línuveiðibáti, með sjö manna áhöfn, sem er vélarvana um 80 sjómílur vestur af Breiðafirði, eftir að báturinn fékk veiðarfærin í skrúfuna í nótt.

Mesta bráðnun á Grænlandsísnum í áratugi

Bráðnun Grænlandsíssins í þessum mánuði er sú mesta síðan mælingar á henni hófust. Þetta sýna gervihnattamyndir sem NASA, geimsvísindastofnun Bandaríkjanna hefur sent frá sér.

Verkfalli afstýrt á Heathrow

Komið hefur verið í veg fyrir verkfall starfsfólks á Heathrow flugvelli sem átti að hefjast á morgun. Morgundagurinn verður að öllum líkindum sá stærsti í sögu flugvallarins.

Sýna Sýrlendingum stuðning

Tuttugu þúsund manns hafa nú fallið í Sýrlandi, eða tvöþúsund fleiri en búa á Akureyri. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Ingólfstorgi í dag með almenningi í Sýrlandi. Samstöðu- og mótmælafundurinn hefst klukkan þrjú í dag. Til fundarins er boðað vegna þeirra stigmagnandi átaka og borgarastríðs sem geisað hefur í landinu undanfarin misseri. Á fundinum ætlar Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður sem þekkir ástand mála í þessum heimshluta betur en flestir aðrir Íslendingar flytja ávarp og tónlistarmennirnir Bjartmar Guðlaugsson og Rúnar Þór flytja nokkur lög við hæfi. Fundarstjóri er Heimir Már Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hinseginn daga. "Síðan verður borin upp stutt ályktun með áskorun til stjórnvalda um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á um friðsamlega lausn mála þarna. Auðvitað er Ísland ekki gerandi þarna en við getum þá lagt okkar litla lóð á vogarskálarnar og sýnt að almenningur hér er að hlusta og þrýstir á," segir Heimir. Heimir hvetur fólk til að mæta og sýna samstöðu með börnum, konum og körlum í Sýrlandi. Morð á saklausum óbreyttum borgurum fái aðeins þrifist ef umheimurinn standi þögull hjá og leyfi þeim að gerast. Þess vegna sé nauðsynlegt að almenningur um allan heim láti í sér heyra og krefjist þess að morðöldunni linni. "Núna hafa 20.000 manns fallið í valinn í Sýrlandi, það er 2000 fleiri en búa á Akureyri," segir Heimir til að setja mannfallið í íslenskt samhengi. Í gærkvöldi bárust fréttir af því að einhverjir hafa sett sig í samband við Jóhönnu Kristjónsdóttur vegna mótmælanna og haft uppi hótanir. "Það er einstaklega ósmekklegt að vera að Jóhönnu Kristjónsdóttur, sem er ákaflega vönduð kona og hefur ekki lagt annað til málanna en uppbyggilega hluti. Auðvitað eru alltaf einhverjir vanstilltir einstaklingar sem ekki geta setið á sér en þetta er friðsamlegur fundur sem er ætlað að hvetja til friðar í landi sem mikill ófriður ríkir í," segir Heimir. Þeir sem vilja styðja stríðshrjáð börn í Sýrlandi er svo bent á að fulltrúar Fatímusjóðsins, taka á móti styrktarframlögum á fundarsvæðinu. Fatímusjóðinn stofnaði Jóhanna Kristjónsdóttir árið 2005 og er honum ætlað að styrkja fátæk börn.

Risalaxeldi í Berufirði fyrir vistvænar kröfur

Nýtt félag sem keypti fiskeldi HB Granda í Berufirði hyggur á stórfellt laxeldi á umhverfisvænum forsendum. Sveitarstjóri Djúpavogshrepps segir tugi starfa geta skapast á næstu árum og að framtakið verði atvinnulífinu mikil lyftistöng.

Lögregla fylgist ekki með ólöglegum hjólum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekkert eftirlit með rafhjólum og reiðhjólum sem hafa verið mótorvædd. Mótorknúin hjól mega ekki fara hraðar en 25 kílómetra á klukkustund án þess að þau séu skráð sem létt bifhjól. Lögreglan segist vita um dæmi þess að innsigli á hjólunum hafi verið rifin svo þau fari hraðar.

Æ fleiri nýta sér veginn um Lyngdalsheiði

Æ fleilri ferðamenn og heimamenn nýta sér nýja veginn um Lyngdalsheiði á milli Þingvalla og Laugarvatns og nemur aukningin það sem af er ári um átta prósentum samanborið við sama tímabil í fyrra, samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar.

Neyðast til að laga vegmerkingar

Vegagerðin hefur sent vinnuhóp til þess að laga vegmerkingar við þéttbýlishlið sem búið er að koma upp við innganginn að þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Tillaga geti fallið vel að byggð

Húsafriðunarnefnd telur að vinningstillaga um skipulag í umhverfi Ingólfstorgs geti í stórum dráttum fallið vel að núverandi byggð á svæðinu. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar.

Samaras boðar betri tíð í lok næsta árs

Ríkisstjórnin á Grikklandi reynir nú að semja við fulltrúa Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um næstu útborganir úr neyðarsjóðum þeirra.

Vill fá ferðamenn í sjósund í Skagafjörð

Sjósundkappinn og listamaðurinn Benedikt Lafleur hefur uppi áform um að koma á laggirnar ferðaþjónustu tengdri sjósundi. Benedikt fékk í síðustu viku ferðaskipuleggjandaleyfi og ætlar að hefja tilraunaferðir á næstu vikum en ryðja sér síðan braut á ferðamarkaðnum næsta sumar.

Setningarathöfn ÓL stytt um hálftíma

Setningarathöfn Ólympíuleikanna í London hefur verið stytt um hálftíma til að öruggt sé að gestir geti haldið heim á leið áður en almenningsfarartæki hætta að ganga.

Lögreglumaðurinn dansaði á vakt

Lögreglumaður hefur heldur betur slegið í gegn í Bretlandi eftir frammistöðu sína þegar hlaupið var með ólympíueldinn í Kent-hverfinu í Lundunum í síðustu viku. Í stað þess að standa beinn og halda fólkinu frá hlaupaleiðinni tók hann sporið og dansaði fyrir fólkið. Myndskeiðið hefur nú slegið í gegn á Youtube.com og hafa yfir 150 þúsund manns horft á það á nokkrum dögum. Sjón er sögu ríkari, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi.

Féll af baki

Kona féll af hestbaki á Arnarbælisvegi, sem er á milli Hveragerðis og Selfoss, síðdegis í dag. Hún var í reiðtúr með hópi knapa þegar slysið átti sér stað. Konan var flutt til Reykjavíkur með sjúkrabíl en að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki talið að konan sé alvarlega slösuð.

Karlinn sem klifið hefur Kerlinguna

Móbergsdranginn Kerlingin er ekki árennilegur. Þó er vitað um einn mann sem náði lykkju utan um haus hennar og kleif þar upp. Það er Ágúst Bjartmars en hann er einnig badmintonmeistari og siglir enn trillu sinni þó 88 ára sé.

Björguðu kynlífsdúkku úr á

Lögreglan í Shandong-héraðinu í Kína bjargaði kynlífsdúkku upp úr á þar sem þeir héldu að um væri að ræða konu sem hefði drukknað. Dúkkan var fljótandi um 50 metrum frá árbakkanum þegar lögreglumenn komu á staðinn. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum var kallaður út auka mannskapur og tóku 18 lögreglumenn þátt í björgunaraðgerðum þegar mest lét. Það tók lögregluna 40 mínútur að koma dúkkunni á land en það var ekki fyrr en einn lögreglumaðurinn náði taki á henni að hann áttaði sig á því að um dúkka var að ræða - en ekki lík konu. Atvikið átti sér stað fyrir tveimur vikum síðan og yfir 1000 manns horfðu á björgunaraðgerðirnar.

11 ára skáti bjargaði lífi móður sinnar

Amelía Rún Gunnlaugsdóttir, skáti frá Grundarfirði, fékk í gær bronskross Bandalags íslenskra skára. Það var skátahöfðinginn Bragi Björnsson sem veitti Amelíu krossinn en hann er eitt af hetjudáðamerkjum skátanna og er veittur skáta sem sýnt hefur hreystilega framgöngu er slys ber að garði.

Ætla að endurtaka frægasta fangelsisflótta sögunnar

Þrír íslenskir sundkappar ætla að endurtaka einn frægasta fangelsisflótta sögunnar í næstu viku og synda yfir San Francisco-flóa frá Alcatraz fangelsinu. Sundkapparnir búast við köldu vatni, hákörlum og sterkum hafstraumum.

Tónleikar til styrktar Nikólu í Fríkirkjunni í kvöld

Fjölmargir landsþekktir tónlistarmenn koma fram á tónleikum í Fríkirkjunni í kvöld til styrktar hinni fjórtán ára gömlu Nikólu, sem hefur barist við krabbamein í um ár. Við hittum hetjuna ungu nú rétt fyrir fréttir þar sem hún var að hafa sig til fyrir tónleikana.

Ólafur Ragnar hitti Bjarna geimfara

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með Bjarna Tryggvasyni geimfara sem er í heimsókn hér á landi. Bjarni fór með geimferju á braut umhverfis jörðu árið 1997 en hann var fyrsti maðurinn fæddur á Norðurlöndunum til að fara út í geiminn. Á fundinum dag ræddu þeir um möguleika á samvinnu við íslenska aðila á sviði tækni og vísinda, að því er fram kemur á vef forsetans.

Verða væntanlega sendir úr landi

Útlendingastofnun hefur synjað báðum mönnunum sem fóru um borð í vél Icelandair um landvistarleyfi hér á Íslandi. Annar þeirra unir niðurstöðunni, en óvíst er um mál hins. Mennirnir verða því væntanlega sendir af landi brott þegar lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið meðferð mála þeirra og þau hafa farið fyrir dóm. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í dag að athæfi mannanna, þegar þeir laumuðust um borð í vél Icelandair, eru talin varða við almenn hegningarlög og lög um loftferðir. Töluverð umræða skapaðist um mál mannanna þegar þeir komu hingað til lands en þeir villtu á sér heimildir og sögðust vera mun yngri en þeir eru að öllum líkindum.

Lýst eftir Rebekku Rut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Rebekku Rut Baldvinsdóttur, 15 ára. Rebekka er ca. 156 sentimetrar á hæð með sítt skollitað hár og grannvaxin. Rebekka var klædd í brúna hettupeysu með blettatígurs munstri og loðkraga, svartar Pink leggins með ljós blárri rönd og doppum efst og eldrauða Reebook skóm.

Icelandair krefur hælisleitendurna um skaðabætur

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið rannsókn á máli hælisleitendanna tveggja sem laumuðust inn í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Talið er að brot þeirra varði við almenn hegningarlög og log um loftferðir. Auk þess að hafa laumast inn í flugvélina eru mennirnir taldir hafa reynt að laumast með Eimskipum til Bandaríkjanna. Annar mannanna er að auki grunaður um þjófnaði, en mennirnir stálu meðal annars fatnaði til að líkjast starfsfólki Keflavíkurflugvallar.

Afar óvenjulegt atvik á Hringbrautinni

"Þetta er mjög óvanalegt og ég veit ekki hvað gæti hafa valdið þessu,“ segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, um það þegar kviknaði í tveimur bílum eftir að árekstur varð á Hringbraut í gær. Einar Magnús segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um atvikið.

Ákærur gefnar út í símahlerunarmálinu

Saksóknari í Bretlandi tilkynnti í dag hverjir verða ákærðir í hinu svonefna símahlerunarmáli. Meða þeirra eru Andy Coulson, sem var ritstjóri News of the World blaðsins áður en hann gerðist fjölmiðlafulltrúi David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Rebekah Brooks, sem einnig var ritstjóri.

Kynjaleiðrétting var nauðsyn en ekki val hjá Hrafnhildi

"Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn,“ segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur - heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn.

Big Ben hringir inn Ólympíuleikana

Eitt af helstu kennileitum Lundúnarborgar, Big Ben, fær nýtt hlutverk þegar Ólympíuleikarnir verða settir þar í borg á föstudaginn. Klukkan mun hringja inn Ólympíuleikana og mun hringja í samtals 3 mínútur.

248 fóstur fundust í skógi

Íbúar í sunnanverðum hlíðum Úralfjallanna í Rússlandi hafa rambað á andstyggilegan fund - fjórar tunnur sem innihéldu 248 mannleg fóstur yfirgefnar í frumskógi.

Skrifar greinar fyrir vefsíðu Locarno

Íslendingurinn Ari Gunnar Þorsteinsson hefur ásamt sjö öðrum verið valinn til að skrifa greinar fyrir vefsíðu Locarno kvikmyndahátíðarinnar, sem er ein sú virtasta í heimi.

Til stóð að senda laumufarþegann úr landi

Hælisleitandinn sem fannst um borð í rannsóknarskipinu Knorr á leið til Bandaríkjanna í fyrrakvöld hafði áður fengið ákvörðun Útlendingastofnunar um að hann yrði sendur úr landi til tiltekins Evrópulands. Það mál er nú í kæruferli í innanríkisráðuneytinu. Þetta segir Kristín Völundardóttir með þeim fyrirvara að maðurinn sé sá sem hann segist vera.

Merkið sett til að auka öryggi

Mynd sem hefur gengið á Netinu og sýnir vegamerkingu á miðri akbraut á leiðinni til Þingvalla hefur vakið mikla furðu. Jafnvel hefur verið fullyrt að merkið kunni að valda árekstri.

Laumufarþegi fannst um borð í skipi frá Íslandi

Laumufarþegi fannst um borð í rannsóknarskipinu Knorr, sem var á leiðinni frá Íslandi Bandaríkjanna. Þetta staðfestir Kristín Völundardóttir, forstjóri útlendingastofnunar í samtali við Vísi. Maðurinn fannst í fyrrakvöld. Talið er að þarna sé um að ræða hælisleitanda sem hafi verið hér á landi. Fréttastofa ræddi við tvo flóttamenn á Fit Hostel á dögunum þar sem fram kom í máli þeirra að félagi þeirra væri á leið frá Íslandi um borð í skipi.

Tæp tíu tonn á sjóstangveiðimóti

Sjóstangveiðifélag Snæfellsness hélt opið sjóstangveiðimót síðustu helgi í Ólafsvík. Keppendur voru 33 og var róið á tíu bátum klukkan sex um morgun báða helgardagana og veitt til tvö. Aflinn var allur vigtaður og nam 9,5 tonnum í heild.

Íbúar standa sig vel í sorpflokkun

Íbúar Snæfellsbæjar standa sig vel í flokkun á sorpi. Fyrstu endurvinnslutunnurnar voru settar upp í júní og eftir fyrstu sorplosun var endurvinnanlegt sorp 48% af heildar sorpmagni.

Breivik fluttur í annað fangelsi

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var fluttur úr Ila fangelsinu í Skien fangelsið í gær. Þetta staðfesti Geir Lippestad, verjandi Breiviks, í samtali við norska ríkisútvarpið. Lippestad segir að hann hafi verið í sambandi við fangelsismálayfirvöld bæði fyrir og eftir flutningana og hafi fengið þær fréttir að flutningarnir hafi gengið vel.

Upprættu kannabispartý í miðborginni

Lögreglan upprætti kannabispartý í íbúðarhúsi í miðborginni nótt. Upphaflega var hún kölluð á vettvang vegna hávaða frá samkvæminu.

Sjá næstu 50 fréttir