Erlent

Big Ben hringir inn Ólympíuleikana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Big Ben mun fá nýtt hlutverk á Ólympíuleikunum.
Big Ben mun fá nýtt hlutverk á Ólympíuleikunum. mynd/ afp.
Eitt af helstu kennileitum Lundúnarborgar, Big Ben, fær nýtt hlutverk þegar Ólympíuleikarnir verða settir þar í borg á föstudaginn. Klukkan mun hringja inn Ólympíuleikana og mun hringja í samtals 3 mínútur.

Það er sjaldgæft að klukkuhringingum Big Ben sé breytt, en síðast gerðist það árið 1952, þegar Georg VI konungur var jarðsettur. Big Ben verður ekki sá eini sem hringir inn Ólympíuleikunum því öllum kirkjuklukkum landsins verður hringt. Kirkjuklukknaómurinn hefst klukkan 12 mínútur yfir átta að breskum tíma og mun hljóma í þrjár mínútur sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×