Innlent

Lýst eftir Rebekku Rut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Rebekku Rut Baldvinsdóttur, 15 ára. Rebekka er ca. 156 sentimetrar á hæð með sítt skollitað hár og grannvaxin. Rebekka var klædd í brúna hettupeysu með blettatígurs munstri og loðkraga, svartar Pink leggins með ljós blárri rönd og doppum efst og eldrauða Reebook skóm.

Síðast er vitað um ferðir Rebekku í Grafarvogi þann 22.07 síðastliðinn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Rebekku eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×