Innlent

Yfirleitt góð aflabrögð á makrílveiðunum

Stærstu makrílveiðiskipin eru nú flest djúpt suðvestur af landinu og eru aflabrögð yfirleitt góð.

Annars er verið að veiða makríl umhverfis allt landið á öllum gerðum skipa, eða allt frá smábátum upp í stærstu fjölveiðiskip og frystitogara.

Það styttist nú í að búið sé að veiða helming kvótans, sem er rúmlega 145 þúsund tonn.

Jafnframt þessu hafa mörg stærri skipanna fengið töluvert af norsk- íslenskri síld þegar þau hafa verið á veiðum austur af landinu, og skiptir sá afli þúsundum tonna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×