Erlent

Mesta bráðnun á Grænlandsísnum í áratugi

Á  myndinni til vinstri sést bráðnunin á yfirborði Grænlandsíssins þann 8. júlí s.l. (rauða svæðið). Á myndinni til hægri er staðan aðeins fjórum dögum síðar.
Á myndinni til vinstri sést bráðnunin á yfirborði Grænlandsíssins þann 8. júlí s.l. (rauða svæðið). Á myndinni til hægri er staðan aðeins fjórum dögum síðar.
Bráðnun Grænlandsíssins í þessum mánuði er sú mesta síðan mælingar á henni hófust. Þetta sýna gervihnattamyndir sem NASA, geimsvísindastofnun Bandaríkjanna hefur sent frá sér.

NASA hefur mælt breytingar á Grænlandsísnum með gervihnöttum í þrjá áratugi. Fram kemur að venjulega mælist bráðnun á um helmingi af yfirborði Grænlandsíssins yfir sumarið en í ár mælist hún á 97% af yfirborði íssins. Mesta bráðnun sem mælst hefur áður náði yfir 55% af yfirborðinu.

Jafnvel við Summit veðurstöðina, sem er hæsti og kaldasti mælistaðurinn á ísnum mælist nokkur bráðnun. Bráðnun mældist síðast við Summit stöðina árið 1889.

Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að vísindamenn hafi miklar áhyggjur af þessari þróun enda er bráðnunin mun meiri en nokkur þeirra bjóst við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×