Innlent

Upprættu kannabispartý í miðborginni

Lögreglan upprætti kannabispartý í íbúðarhúsi í miðborginni nótt. Upphaflega var hún kölluð á vettvang vegna hávaða frá samkvæminu.

Húsráðendur neituðu hisvegar að opna fyrir henni, en þar sem megna kannabislykt lagði frá íbúðinni þótti tilefni til frekari lögregluaðgerða, eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar, sem væntanelga þýðir að íbúðin hafi verið dýrkuð upp.

Þrjár mannsekjur í íbúðinni viðurkenndu þá vörslu og neyslu fíkniefna. Fólkið á kærur yfir höfði sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×