Innlent

Tæp tíu tonn á sjóstangveiðimóti

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Sjóstangveiðifélag Snæfellsness hélt opið sjóstangveiðimót síðustu helgi í Ólafsvík. Keppendur voru 33 og var róið á tíu bátum klukkan sex um morgun báða helgardagana og veitt til tvö. Aflinn var allur vigtaður og nam 9,5 tonnum í heild.

Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu telst afli á sjóstangveiðimótum ekki til aflamarks. Því þarf ekki kvóta þó aflinn fari upp í 9,5 tonn á sjóstangveiðimóti.

Á mótinu síðustu helgi fengust alls 10 tegundir fiska. Stærstu fiskarnir voru allt að 18-20 kílóa þorskar. Aflahæsti maðurinn veiddi 711,07 kg en hann fékk sömuleiðis flesta fiska, 289 stykki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×