Karlinn sem klifið hefur Kerlinguna 24. júlí 2012 20:30 Móbergsdranginn er ekki árennilegur enda er ekki vitað um nema einn sem hefur klifið hann, þá fimmtán ára. mynd/haraldur sigurðsson Þegar komið er í Kerlingarskarð á Snæfellsnesi blasir þar Kerling ein við á toppi Kerlingarfjalls og þó hún hafi hægt um sig hefur hún eflaust verið hin mesta ögrun fyrir hugdjarfa klifurmenn. Þó er aðeins vitað um einn sem farið hefur upp á Kerlinguna, ef svo mætti að orði komast, en það er eldhuginn Ágúst Bjartmars frá Stykkishólmi. „Það var árið 1939 en þá vorum við skátarnir þarna í grenndinni og það þurfti náttúrulega að finna sér eitthvað að gera," segir Ágúst sem þykir ekki mikið til afreks síns koma. „Ég var með snæri og reyndi nokkrum sinnum að kasta lykkjunni yfir hausinn og svo þegar það tókst þá var ekkert annað að gera en að koma sér upp." Kerlingin er tuttugu og einn meter á hæð og þverhnípt svo það er kannski ekkert að undra þó að mönnum fallist hendur undir pilsfaldi hennar. „Menn voru alltaf uppi í fjöllum á þessum tíma svo þetta þótti nú ekkert svakalegt," segir Ágúst hógvær. En hann atti ekki aðeins kappi við Kerlinguna því hann er einnig fimmfaldur Íslandsmeistari í badminton. Höfuðborgarbúum þótti það mikil hneisa þegar Hólmari kom í bæinn og vann Íslandsmeistaratitilinn árið 1958. Þá lagði hann Wagner Walbom að velli en sá danski hafði verið Jótlandsmeistari. „Menn tóku þetta óstinnt upp og það var skorað á mig að spila við hann aftur því menn voru sannfærðir um að þetta færi á annan veg ef við spiluðum aftur," segir Ágúst. „Ég sagði bara allt í lagi en þið verðið þá að koma hingað vestur og við spilum í Stykkishólmi." Leikar þessir fóru hins vegar á versta veg á Hólminum því Walbom fékk fyrir hjartað og var hætt kominn. „Þetta var vænn maður, hann tók öllu eins og góður íþróttamaður en það voru menn í Reykjavík sem öttu honum fram í þetta, í þá daga þótti mörgum það sárt að einhver utan af landi færi sigurför í bæinn." Ágúst er nú áttatíu og átta ára að aldri en ennþá ólgar blóð í æðum. Hann á helminginn af Bíldey og siglir þangað reglulega á trillunni sinni. „Ég er nú stundum skammaður fyrir að vera að fara þetta einn en þá vingsa ég bara farsímanum og svara því til að ég hringi bara ef mér þykir ástæða til," segir hann. jse@frettabladid.is Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Þegar komið er í Kerlingarskarð á Snæfellsnesi blasir þar Kerling ein við á toppi Kerlingarfjalls og þó hún hafi hægt um sig hefur hún eflaust verið hin mesta ögrun fyrir hugdjarfa klifurmenn. Þó er aðeins vitað um einn sem farið hefur upp á Kerlinguna, ef svo mætti að orði komast, en það er eldhuginn Ágúst Bjartmars frá Stykkishólmi. „Það var árið 1939 en þá vorum við skátarnir þarna í grenndinni og það þurfti náttúrulega að finna sér eitthvað að gera," segir Ágúst sem þykir ekki mikið til afreks síns koma. „Ég var með snæri og reyndi nokkrum sinnum að kasta lykkjunni yfir hausinn og svo þegar það tókst þá var ekkert annað að gera en að koma sér upp." Kerlingin er tuttugu og einn meter á hæð og þverhnípt svo það er kannski ekkert að undra þó að mönnum fallist hendur undir pilsfaldi hennar. „Menn voru alltaf uppi í fjöllum á þessum tíma svo þetta þótti nú ekkert svakalegt," segir Ágúst hógvær. En hann atti ekki aðeins kappi við Kerlinguna því hann er einnig fimmfaldur Íslandsmeistari í badminton. Höfuðborgarbúum þótti það mikil hneisa þegar Hólmari kom í bæinn og vann Íslandsmeistaratitilinn árið 1958. Þá lagði hann Wagner Walbom að velli en sá danski hafði verið Jótlandsmeistari. „Menn tóku þetta óstinnt upp og það var skorað á mig að spila við hann aftur því menn voru sannfærðir um að þetta færi á annan veg ef við spiluðum aftur," segir Ágúst. „Ég sagði bara allt í lagi en þið verðið þá að koma hingað vestur og við spilum í Stykkishólmi." Leikar þessir fóru hins vegar á versta veg á Hólminum því Walbom fékk fyrir hjartað og var hætt kominn. „Þetta var vænn maður, hann tók öllu eins og góður íþróttamaður en það voru menn í Reykjavík sem öttu honum fram í þetta, í þá daga þótti mörgum það sárt að einhver utan af landi færi sigurför í bæinn." Ágúst er nú áttatíu og átta ára að aldri en ennþá ólgar blóð í æðum. Hann á helminginn af Bíldey og siglir þangað reglulega á trillunni sinni. „Ég er nú stundum skammaður fyrir að vera að fara þetta einn en þá vingsa ég bara farsímanum og svara því til að ég hringi bara ef mér þykir ástæða til," segir hann. jse@frettabladid.is
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira