Erlent

Danskt nautakjöt fær sömu stöðu og kampavín

Kjötið af hinni svartflekkóttu dönsku mjólkurkú á Vestur Jótlandi hefur fengið vörumerkjavernd hjá Evrópusambandinu svipað og parmesanostur og kampavín.

Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar segir að þessir nautgripir séu hafðir á beit í sefgresinu út við ströndina við Vadehavet á Vestur Jótlandi.

Sefgresi þetta er með hátt saltinnihald sem smitar frá sér út í kjötið á nautgripunum og gefur því sérstakt bragð.

Þetta er í fjórða sinn sem dönsk matvæli fá þessa vörumerkjavernd. Hin matvælin eru ostarnir Danablu og Esrom og Lammefjordsgulrætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×