Innlent

Afar óvenjulegt atvik á Hringbrautinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Þetta er mjög óvanalegt og ég veit ekki hvað gæti hafa valdið þessu," segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, um það þegar kviknaði í bíl eftir að árekstur varð á Hringbraut í gær. Einar Magnús segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um atvikið.

„Þetta verður skráð inn í slysaskráninguna hérna hjá okkur," segir Einar Magnús. Rannsókn lögreglu muni svo leiða í ljós hvort eftirlit og skoðun á bílunum hafi ekki verið í samræmi við reglur.

„Það getur verið að bílarnir hafi staðiðst alla skoðun og athugun og samt hafi þetta gerst," segir Einar Magnús, en ítrekar samt að atvik af þessu tagi séu afar sjaldgæf. „Umferðarstofa hefur eftirlit með skoðun og skoðunarstörfum og þá þarf að horfa til þess, þegar niðurstaða liggur í því hvað gerðist, hvort eitthvað sé sem þarf að taka tillit til við skoðun ökutækja. En það er of snemmt að segja nokkuð til um það," segir Einar Magnús.

Smelltu annaðhvort hér eða á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt“ til að sjá logana úr bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×