Fleiri fréttir Þögn Obama og Romney um skotvopnalög vekur athygli Athygli vekur að hvorki Barack Obama Bandaríkjaforseti né Mitt Romney keppinautur hans um forsetaembættið hafa tjáð sig um skotvopnalög Bandaríkjanna í kjölfar árásarinnar í Denver í Colorado. 24.7.2012 07:09 Öflugur jarðskjálfti við Grímsey Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Grímsey í nótt, eftir að heimamenn fundu greinilega fyrir skjálfta upp á 3,7 á richter, sem varð um 27 kílómetra aust-suðaustur af eynni rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. 24.7.2012 07:05 Lokað fyrir strandveiðar á austursvæðinu Lokað var fyrir strandveiðar á austursvæðinu á miðnætti, þar sem júlíkvótinn var uppurinn. Það er í fyrsta sinn sem mánaðarkvóti klárast á austursvæðinu í sumar. 24.7.2012 06:56 Frestuðu aftöku á þroskaheftum fanga Hæstiréttur í ríkinu Georgíu í Bandaríkjunum hefur frestað aftöku á fanga sem er þroskaheftur. 24.7.2012 06:50 Geimfarinn Sally Ride er látin Sally Ride fyrsta bandaríska konan sem fór út í geiminn er látin 61 árs að aldri. Banamein hennar var krabbamein. 24.7.2012 06:48 Telja ríkið vanbúið í leyfismálum Þrjár stjórnsýslukærur hafa borist úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að leyfi Hraðfrystihússins Gunnvarar fyrir eldi á 7.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi skuli ekki háð umhverfismati. 24.7.2012 06:45 Endurreiknar 57,7 milljarða Tryggingastofnun þarf að endurreikna 57,7 milljarða króna af lífeyri og öðru bótafé eftir að uppgjör samkvæmt tekjum eftir skattframtali hefur verið gert. 24.7.2012 06:00 Engin stefna um virkjanir Þar til Rammaáætlun hefur verið samþykkt er stefna ríkisstjórnar í virkjanamálum aðeins orðin ein. Ekkert er því til fyrirstöðu að sækja um rannsóknarleyfi á svæðum sem eru í verndarflokki. 24.7.2012 04:30 Vandi Spánar illviðráðanlegur Slæmar fréttir af efnahagslífi Spánar síðustu daga þykja hafa aukið mjög líkurnar á því að stjórn landsins þurfi að leita á náðir björgunarsjóðs evruríkjanna. Mikill titringur var á verðbréfamörkuðum í Evrópu vegna ástandsins og gengi evrunnar lækkaði. 24.7.2012 03:00 Feðgin stukku niður af kletti Gróðureldarnir á norðaustanverðum Spáni síðustu daga hafa kostað fjóra lífið. Fimm manna fjölskylda komst í sjálfheldu og féll af kletti við ströndina með þeim afleiðingum að sextugur faðir og fimmtán ára dóttir hans fórust. 24.7.2012 00:15 Aðeins beitt gegn útlendingum Sýrlandsstjórn segir að efnavopn, sem hún hefur í fórum sínum, yrðu eingöngu notuð gegn innrásarliði. Þeim yrði aldrei beitt gegn eigin landsmönnum. 24.7.2012 00:00 Kviknaði í bíl á Hringbraut - myndir Eldur kom upp í bifreið sem keyrði aftan á aðra á Hringbrautinni rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var enginn fluttur á slysadeild en ekki er vitað á þessari stundu hvers vegna eldur gaus upp. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu á svæðinu, en Hringbrautinni var lokað um tíma. Fjöldi fólks var á staðnum að fylgjast með slökkviliðinu að ráða niðurlögum eldsins og þá var nokkuð um forvitna ökumenn sem stoppuðu og horfðu á slökkvistarf. Talið er að annar bíllinn sé gjörónýtur og hinn að minnsta kosti mikið skemmdur. 23.7.2012 22:43 Fundust á göngu á níunda tímanum Erlenda parið sem leitað hefur verið að í dag er komið fram en það fannst á göngu til byggða austur í Lóni á níunda tímanum í kvöld. Parið hafði ekki hugmynd um að björgunarsveitiri væru að leita að þeim en að sögn lögreglu amaði ekkert að þeim. Ekkert hafði spurst til parsins frá 14. júlí síðastliðnum. Fólkið ætlaði að láta vita af sér á miðvikudag í síðustu viku en gerði ekki. 23.7.2012 22:08 Jarðskjálftar við Grímsey Nokkrir jarðskjálftar mældust austsuðaustur af af Grímsey um klukkan 20 í kvöld. Að sögn jarðfræðings á vakt hjá Veðurstofunni voru nokkrir skjálftar yfir 2 stig af stærð en sá stærsti mældist rúmlega þrjú og hálft stig. Skjálftar á þessu svæði eru algengir en ólíklegt er að íbúar á svæðinu hafi fundið fyrir þeim þar sem þeir áttu upptök sín tæplega 30 kílómetrum frá Grímsey. 23.7.2012 21:39 Gunnar og Jónína ekki að stofna nýtt trúfélag "Nei, það er ekki rétt,“ segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum, spurður hvort að hann ásamt eiginkonu sinni, Jónínu Benediktsdóttur, undirbúi stofnun nýs trúfélags. Í helgarblaði DV var sagt frá því að miklar deilur væru innan Krossins og sjálfur stofnandinn, Gunnar, væri að undirbúa stofnun nýs trúfélags. 23.7.2012 20:48 Bærinn eins og ein stór fjölskylda eftir bruna "Þau bera sig bara vel en fengu náttúrulega sjokk þegar þetta gerðist. Núna eru þau búin að átta sig á þessu. Auðvitað eru þau skelkuð og önnur fjölskyldan búin að missa allt," segir Pálína Hermannsdóttir hjá Rauða Krossinum í Vestur Barðastrandarsýslu, en samtökin hafa aðstoðað fjölskyldu á Tálknafirði í kjölfar eldsvoða sem varð í fjölbýlishúsi í bænum í gærkvöldi. 23.7.2012 20:19 Börnin ómeidd eftir bílveltu Þrjú börn á aldrinum þriggja, sjö og tíu ára, sluppu ómeidd eftir að bifreið sem þau voru í valt á Álftanesvegi, við Presthól, um klukkan þrjú í dag. Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn var að sinna börnunum þegar bifreiðin varð stjórnlaus og valt á veginum. Börnin og ökumaðurinn reyndust ómeidd eftir skoðun á slysadeild en þau voru öll í belti, að sögn lögreglu. 23.7.2012 19:00 Landsbankamenn ósáttir við að Kvos fékk að kaupa Plastprent Landsbankinn er ósáttur við að fyrirtæki sem nýlega fékk milljarða afskriftir hjá bankanum hafi fengið að kaupa Plastprent af Framtakssjóði Íslands. Fulltrúi bankans í stjórn sjóðsins greiddi atkvæði gegn samkomulaginu. 23.7.2012 18:39 Við erum fullorðið fólk og getum alveg stjórnað hvað við viljum gera Íbúi á Hrafnistu segir að talað sé af vanvirðingu um eldri borgara í umræðunni um vínsölu á dvalarheimilum. Forstjóri Hrafnistu segir að umræðan hafi komið á óvart. 23.7.2012 19:43 Verð á metani hækkaði um 18 krónur um helgina Verð á metaneldsneyti hækkaði um átján krónur á rúmmetran um helgina. Það er meðal annars til þess að Sorpa geti ráðist í framkvæmdir til að framleiða meira metaneldsneyti svo hægt sé að anna eftirspurn. 23.7.2012 19:29 Telja að parið sé komið til byggða Talið er öruggt að erlenda parið sem leitað hefur verið að í dag sé komið til byggða, segir varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Lögreglan hefur fengið upplýsingar um ferðir fólksins eftir að myndir birtust af þeim í fjölmiðlum í dag. "Við erum áhyggjulausir. Við erum ekki hræddir um að þau sé á fjöllum,“ segir varðstjórinn. Ekkert hafði spurst til parsins frá 14. júlí síðastliðnum. Fólkið ætlaði að láta vita af sér á miðvikudag í síðustu viku en hefur ekki gert það. Lögreglan mun þó halda áfram að reyna ná sambandi við fólkið. 23.7.2012 17:46 Brynjar: Kröfur öryrkja hafa ekkert með mannréttindi að gera Brynjar Níelsson, fyrrum formaður Lögmannafélagsins, tekur undir með Sigurði Líndal að kröfur Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) um ógildingu forsetakosninganna séu frekja. Í nýjum pistli á Pressunni segir hann að vel megi vera að einhverjum fötluðum kjósendum finnist betra að njóta aðstoðar nákominna aðila heldur en aðstoðar kjörstjórnar. "Þau þægindi hafa hins vegar ekkert með réttlæti að gera hvað þá mannréttindi," segir hann. 23.7.2012 16:04 Bensínþjófur slapp án refsingar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 35 ára gamlan karlmann fyrir að stela bensíni á bíl sinn af bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Hann stal bensíni í þrjú skipti, af N1 og Skeljungi, fyrir samtals um 30 þúsund krónur. Manninum var ekki gerð refsing en hann mun þurfa að endurgreiða Skeljungi bensínið og vexti í ofanálag. 23.7.2012 13:33 Skátar létu rigninguna ekkert á sig fá Hvorki íslenskir skátar, né erlendir gestir þeirra á Landsmóti skáta, sem sett var í gær, létu rigningu á sig fá. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussiaeff, eiginkona hans, heimsóttu skátana og slógu þau á létta strengi með mótsgestum. Í setningarávarpi sínu ræddi Hrólfur Jónsson mótsstjóri meðal annars 100 ára sögu skátahreyfingarinnar á Íslandi. Ávarpi Hrólfs lauk skyndilega þegar jarðálfar og eldspúandi púkar brutust fram á sjónarsviðið en þar var á ferðinni skrílsleiftur (e. Flash-mob) sem undirbúið hafði verið af yfir 70 skátum af fjórum þjóðernum. Áður en langt um leið sungu og dönsuðu viðstaddir við sigurlag Eurovision 2012, Euphoria, áður en mótseldurinn var kveiktur við mikinn fögnuð. 23.7.2012 11:12 Þarf ekki að greiða vask af lyftum fyrir fatlaða Lögum samkvæmt bar tollstjóra að endurgreiða virðisaukaskatt af tveimur lyftum fyrir fatlað fólk sem sveitarfélag fékk að gjöf til nota í sundlaug. Þetta var niðurstaða Umboðsmanns Alþingis í máli gefandans. 23.7.2012 10:09 Sýna stuðning við Hinsegin daga í verki Iceland Express styrkir Hinsegin daga í Reykjavík og til að sýna þann stuðning í verki er vönduðu dagskrárriti hátíðarinnar dreift um borð í flugvélum félagsins. Þá skarta flugfreyjur okkar regnbogaslæðum og flugþjónar regnbogabindum til að minna á hátíðina sem hefst hinn 6. ágúst næstkomandi og stendur til 12. ágúst. 23.7.2012 09:44 Spáir því að Kínverjar vinni flest verðlaun á Ólympíuleikunum Hagfræðiprófessor spáir því að í fyrsta sinn í sögunni muni Kínverjar vinna til fleiri verðlauna á Ólympíuleikum en Bandaríkjamenn. 23.7.2012 06:52 Þrír hafa farist í skógareldum í Katalóníu á Spáni Þrír hafa farist, 19 slasast og um 135.000 manns hefur verið skipað að halda sig innandyra vegna mikilla skógarelda sem hafa geisað í Katalóníu á Spáni um helgina. 23.7.2012 06:45 Ölóður maður reyndi að ganga í skrokk á lögreglumönnum Til átaka kom þegar ölóður ökumaður ætlaði að ganga í skrokk á lögreglulmönnum, sem höfðu stöðvað för hans í Kópavogi í nótt. 23.7.2012 06:42 Óperusöngvari með hakakross á brjóstinu hættir við Wagner Rússneski óperusöngvarinn Evgeny Nikitin hefur afboðað þátttöku sina á hinni árlegu Wagner hátíð í Bayreuth. Nikitin átti að syngja hlutverk Hollendingsins fljúgandi í einni af þekktari óperum Wagners. 23.7.2012 06:36 Skotmaðurinn verður ekki látinn laus Hinn 24 ára gamli James Holmes, sem grunaður er um að hafa skotið tólf manns til bana í Aurora í Colorado á föstudagsmorgun, var í fyrsta sinn leiddur fyrir dómara í dag. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að Holmes mun sitja í gæsluvarðhaldi og á ekki möguleika á því að verða látinn laus gegn tryggingu. Samkvæmt frásögn BBC fréttastöðvarinnar eru níu alvarlega særðir eftir árásina en alls særðust 58. 23.7.2012 16:54 Skærgrænt hjól við sumargötu Reykjavík öðlaðist í morgun nýtt kennileiti þegar skærgrænt hlið úr notuðu reiðhjóli var sett upp á Laugarvegi til að hindar bílaumferð. Hjólahliðið vakti strax athygli ferðamanna sem stilltu sér unnvörpum upp við hjólin og brostu í myndavélar. 23.7.2012 16:15 Eldurinn kom upp í rafmagnstöflu Orsakir þess að eldur kom upp í skipinu Maggý VE á fimmtudag í síðustu viku eru raktar til þess að loki við lensidælu í vélarrúmi hafi ekki lokast og síðuloki virkaði ekki. Sjór lak því inn um lensirör skipsins og komst þannig inn í vélarrúmið. Í framhaldi af þessu kviknaði eldur í rafmagnstöflu. Eins og fram kom á fimmtudag voru sjö í bátnum þegar eldurinn kom upp. Björgunarsveitabátar úr Grindavík og Vestmannaeyjum voru kallaðir til aðstoðar og jafnframt þyrla Landhelgisgæslunnar. Báturinn var svo dreginn til hafnar í Vestmannaeyjum. 23.7.2012 16:10 Starfsmenn sérstaks saksóknara enn til skoðunar Rannsókn Ríkissaksóknara á málum tveggja starfsmanna embættis sérstaks saksóknara, þeirra Guðmundar Hauks Gunnarssonar og Jóns Óttars Ólafssonar, stendur enn yfir. Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, er búist við að henni ljúki á næstu vikum. Mennirnir tveir eru grunaðir um brot á þagnaskylduákvæði í störfum sínum þegar þeir seldu þrotabúi Milestone upplýsingar sem þeir urðu sér úti um í störfum sínum fyrir sérstakan saksóknara. Embætti sérstaks saksóknara kærði mennina í maí síðastliðnum og hefur rannsókn staðið yfir síðan þá. 23.7.2012 15:47 Eldmar, Ebonney og Einbjörg voru öll samþykkt Mannanafnanefnd samþykkti þrjú ný eiginnöfn þann 11. júlí síðastliðinn. Um er að ræða karlmannsnafnið Eldmar og kvenmannsnöfnin Ebonney og Einbjörg. Í rökstuðningi mannanafnanefndar segir að nöfnin taki íslenskri beygingu í eignarfalli og samræmist að öðru leyti lögum um mannanöfn. 23.7.2012 15:38 Myndu ekki nota efnavopn gegn eigin fólki Stjórnin í Sýrlandi myndi aldrei nota efnavopn gegn eigin borgurum en myndi líklega gera það gegn utanaðkomandi árás. Þetta segja stjórnvöld þar í landi. 23.7.2012 15:35 Rækjuveiðar bannaðar og leyfðar aftur Sjávarútvegsráðuneytið hefur fellt úr gildi reglugerð sem sett var á fimmtudaginn síðasta um stöðvun úthafsrækjuveiða. Atburðinn má að öllum líkindum rekja til klaufaskapar í ráðuneytinu eða þess að afladagbækur voru ekki skoðaðar nógu vel. 23.7.2012 15:18 Cameron og Romney funda David Cameron, forsætisráðherra Breta, mun hitta Mitt Romney, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, á fimmtudaginn. Talskona Camerons staðfesti þetta í samtali við breska blaðið Daily Telegraph. Blaðið segir að þessi fundur verði mögulega erfiður fyrir Cameron þar sem forsætisráðherra á samkvæmt venju ekki að hitta fólk sem er í framboði til æðstu embætta í öðrum ríkjum. 23.7.2012 15:05 Ísraelar með sérstaka gæslu á Ólympíuleikunum Ísraelskir leyniþjónustumenn verða með sérstaka gæslu á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Ástæðan er sú að nú í ár eru 40 ár liðin frá því að Palestínumenn gerðu mikla árás á íþróttamenn á Ólympíuleikum í München í Þýskalandi. Þá fórust 11 ísraelskir íþróttamenn og einn þýskur lögreglumaður. Breska blaðið Sunday Times segir að hryðjuverkahópurinn Svarti september hafi staðið á bakvið árásirnar sem hafi alla tíð verið kallaðar München blóðbaðið. 23.7.2012 14:32 Leit hafin að erlendu pari Ekkert hefur spurst til þýsks pars sem er á ferðalagi hér á landi frá 14. júlí síðastliðnum. Lögreglan á Hvolsvelli er að hefja leit og eftirgrennslan að parinu. Fólkið ætlaði að láta vita af sér á miðvikudag í síðustu viku en hefur ekki gert það. Þegar heyrðist til þeirra þann 14. júlí voru þau stödd austan Torfajökuls. Lögreglan biður þá sem geta mögulega gefið einhverjar upplýsingar um fólkið að hafa samband í síma 4884110. 23.7.2012 14:10 Íslenskir ólympíufarar láta umferðartafir ekki spilla stemningunni Íslensku ólympíufararnir eru lagðir af stað út en Andri Stefánsson, fararstjóri íslensku keppendanna, kom í Ólympíuþorpið á föstudaginn var. Hann segir að stemningin í hópnum sé góð. 23.7.2012 13:56 Ný vatnsuppspretta í Namibíu Nýfundin vatnsuppspretta í Namibíu gæti enst landinu næstu aldir. Fundurinn mun hafa góðar afleiðingar á þróun í einu þurrasta landi Afríku sunnan við Sahara. 23.7.2012 12:41 Velti bíl við að sveigja frá lömbum Fjórir erlendir ferðamenn komust í hann krappann þegar lömb hlupu skyndilega upp á þjóðveginn og í veg fyrir bíl þeirra í Hestfirði við sunnanvert Ísafjarðardjúp í gærkvöldi. 23.7.2012 12:13 Gervimarglytta ákveðið afrek í hjartarannsóknum Vísindamenn hafa skapað gervimarglyttu sem syndir af sjálfsdáðum. Eftirmyndin var gerð úr sílíkoni og hjartavöðvafrumum sem voru ræktaðar úr rottum. Með rafstraum tókst þeim að fá dýrið til að synda eins og raunveruleg marglytta. 23.7.2012 12:00 Vinsældir Ísafjarðar hjá siglingafólki aukast Skútuheimsóknum á Ísafirði hefur fjölgað ár frá ári. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir að draumurinn sé koma upp góðri aðstöðu, ráðast í markaðsátak og gera Ísafjörð að nokkurs konar skútubækistöð norðursins. 23.7.2012 11:24 Sjá næstu 50 fréttir
Þögn Obama og Romney um skotvopnalög vekur athygli Athygli vekur að hvorki Barack Obama Bandaríkjaforseti né Mitt Romney keppinautur hans um forsetaembættið hafa tjáð sig um skotvopnalög Bandaríkjanna í kjölfar árásarinnar í Denver í Colorado. 24.7.2012 07:09
Öflugur jarðskjálfti við Grímsey Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Grímsey í nótt, eftir að heimamenn fundu greinilega fyrir skjálfta upp á 3,7 á richter, sem varð um 27 kílómetra aust-suðaustur af eynni rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. 24.7.2012 07:05
Lokað fyrir strandveiðar á austursvæðinu Lokað var fyrir strandveiðar á austursvæðinu á miðnætti, þar sem júlíkvótinn var uppurinn. Það er í fyrsta sinn sem mánaðarkvóti klárast á austursvæðinu í sumar. 24.7.2012 06:56
Frestuðu aftöku á þroskaheftum fanga Hæstiréttur í ríkinu Georgíu í Bandaríkjunum hefur frestað aftöku á fanga sem er þroskaheftur. 24.7.2012 06:50
Geimfarinn Sally Ride er látin Sally Ride fyrsta bandaríska konan sem fór út í geiminn er látin 61 árs að aldri. Banamein hennar var krabbamein. 24.7.2012 06:48
Telja ríkið vanbúið í leyfismálum Þrjár stjórnsýslukærur hafa borist úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að leyfi Hraðfrystihússins Gunnvarar fyrir eldi á 7.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi skuli ekki háð umhverfismati. 24.7.2012 06:45
Endurreiknar 57,7 milljarða Tryggingastofnun þarf að endurreikna 57,7 milljarða króna af lífeyri og öðru bótafé eftir að uppgjör samkvæmt tekjum eftir skattframtali hefur verið gert. 24.7.2012 06:00
Engin stefna um virkjanir Þar til Rammaáætlun hefur verið samþykkt er stefna ríkisstjórnar í virkjanamálum aðeins orðin ein. Ekkert er því til fyrirstöðu að sækja um rannsóknarleyfi á svæðum sem eru í verndarflokki. 24.7.2012 04:30
Vandi Spánar illviðráðanlegur Slæmar fréttir af efnahagslífi Spánar síðustu daga þykja hafa aukið mjög líkurnar á því að stjórn landsins þurfi að leita á náðir björgunarsjóðs evruríkjanna. Mikill titringur var á verðbréfamörkuðum í Evrópu vegna ástandsins og gengi evrunnar lækkaði. 24.7.2012 03:00
Feðgin stukku niður af kletti Gróðureldarnir á norðaustanverðum Spáni síðustu daga hafa kostað fjóra lífið. Fimm manna fjölskylda komst í sjálfheldu og féll af kletti við ströndina með þeim afleiðingum að sextugur faðir og fimmtán ára dóttir hans fórust. 24.7.2012 00:15
Aðeins beitt gegn útlendingum Sýrlandsstjórn segir að efnavopn, sem hún hefur í fórum sínum, yrðu eingöngu notuð gegn innrásarliði. Þeim yrði aldrei beitt gegn eigin landsmönnum. 24.7.2012 00:00
Kviknaði í bíl á Hringbraut - myndir Eldur kom upp í bifreið sem keyrði aftan á aðra á Hringbrautinni rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var enginn fluttur á slysadeild en ekki er vitað á þessari stundu hvers vegna eldur gaus upp. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu á svæðinu, en Hringbrautinni var lokað um tíma. Fjöldi fólks var á staðnum að fylgjast með slökkviliðinu að ráða niðurlögum eldsins og þá var nokkuð um forvitna ökumenn sem stoppuðu og horfðu á slökkvistarf. Talið er að annar bíllinn sé gjörónýtur og hinn að minnsta kosti mikið skemmdur. 23.7.2012 22:43
Fundust á göngu á níunda tímanum Erlenda parið sem leitað hefur verið að í dag er komið fram en það fannst á göngu til byggða austur í Lóni á níunda tímanum í kvöld. Parið hafði ekki hugmynd um að björgunarsveitiri væru að leita að þeim en að sögn lögreglu amaði ekkert að þeim. Ekkert hafði spurst til parsins frá 14. júlí síðastliðnum. Fólkið ætlaði að láta vita af sér á miðvikudag í síðustu viku en gerði ekki. 23.7.2012 22:08
Jarðskjálftar við Grímsey Nokkrir jarðskjálftar mældust austsuðaustur af af Grímsey um klukkan 20 í kvöld. Að sögn jarðfræðings á vakt hjá Veðurstofunni voru nokkrir skjálftar yfir 2 stig af stærð en sá stærsti mældist rúmlega þrjú og hálft stig. Skjálftar á þessu svæði eru algengir en ólíklegt er að íbúar á svæðinu hafi fundið fyrir þeim þar sem þeir áttu upptök sín tæplega 30 kílómetrum frá Grímsey. 23.7.2012 21:39
Gunnar og Jónína ekki að stofna nýtt trúfélag "Nei, það er ekki rétt,“ segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum, spurður hvort að hann ásamt eiginkonu sinni, Jónínu Benediktsdóttur, undirbúi stofnun nýs trúfélags. Í helgarblaði DV var sagt frá því að miklar deilur væru innan Krossins og sjálfur stofnandinn, Gunnar, væri að undirbúa stofnun nýs trúfélags. 23.7.2012 20:48
Bærinn eins og ein stór fjölskylda eftir bruna "Þau bera sig bara vel en fengu náttúrulega sjokk þegar þetta gerðist. Núna eru þau búin að átta sig á þessu. Auðvitað eru þau skelkuð og önnur fjölskyldan búin að missa allt," segir Pálína Hermannsdóttir hjá Rauða Krossinum í Vestur Barðastrandarsýslu, en samtökin hafa aðstoðað fjölskyldu á Tálknafirði í kjölfar eldsvoða sem varð í fjölbýlishúsi í bænum í gærkvöldi. 23.7.2012 20:19
Börnin ómeidd eftir bílveltu Þrjú börn á aldrinum þriggja, sjö og tíu ára, sluppu ómeidd eftir að bifreið sem þau voru í valt á Álftanesvegi, við Presthól, um klukkan þrjú í dag. Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn var að sinna börnunum þegar bifreiðin varð stjórnlaus og valt á veginum. Börnin og ökumaðurinn reyndust ómeidd eftir skoðun á slysadeild en þau voru öll í belti, að sögn lögreglu. 23.7.2012 19:00
Landsbankamenn ósáttir við að Kvos fékk að kaupa Plastprent Landsbankinn er ósáttur við að fyrirtæki sem nýlega fékk milljarða afskriftir hjá bankanum hafi fengið að kaupa Plastprent af Framtakssjóði Íslands. Fulltrúi bankans í stjórn sjóðsins greiddi atkvæði gegn samkomulaginu. 23.7.2012 18:39
Við erum fullorðið fólk og getum alveg stjórnað hvað við viljum gera Íbúi á Hrafnistu segir að talað sé af vanvirðingu um eldri borgara í umræðunni um vínsölu á dvalarheimilum. Forstjóri Hrafnistu segir að umræðan hafi komið á óvart. 23.7.2012 19:43
Verð á metani hækkaði um 18 krónur um helgina Verð á metaneldsneyti hækkaði um átján krónur á rúmmetran um helgina. Það er meðal annars til þess að Sorpa geti ráðist í framkvæmdir til að framleiða meira metaneldsneyti svo hægt sé að anna eftirspurn. 23.7.2012 19:29
Telja að parið sé komið til byggða Talið er öruggt að erlenda parið sem leitað hefur verið að í dag sé komið til byggða, segir varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Lögreglan hefur fengið upplýsingar um ferðir fólksins eftir að myndir birtust af þeim í fjölmiðlum í dag. "Við erum áhyggjulausir. Við erum ekki hræddir um að þau sé á fjöllum,“ segir varðstjórinn. Ekkert hafði spurst til parsins frá 14. júlí síðastliðnum. Fólkið ætlaði að láta vita af sér á miðvikudag í síðustu viku en hefur ekki gert það. Lögreglan mun þó halda áfram að reyna ná sambandi við fólkið. 23.7.2012 17:46
Brynjar: Kröfur öryrkja hafa ekkert með mannréttindi að gera Brynjar Níelsson, fyrrum formaður Lögmannafélagsins, tekur undir með Sigurði Líndal að kröfur Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) um ógildingu forsetakosninganna séu frekja. Í nýjum pistli á Pressunni segir hann að vel megi vera að einhverjum fötluðum kjósendum finnist betra að njóta aðstoðar nákominna aðila heldur en aðstoðar kjörstjórnar. "Þau þægindi hafa hins vegar ekkert með réttlæti að gera hvað þá mannréttindi," segir hann. 23.7.2012 16:04
Bensínþjófur slapp án refsingar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 35 ára gamlan karlmann fyrir að stela bensíni á bíl sinn af bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Hann stal bensíni í þrjú skipti, af N1 og Skeljungi, fyrir samtals um 30 þúsund krónur. Manninum var ekki gerð refsing en hann mun þurfa að endurgreiða Skeljungi bensínið og vexti í ofanálag. 23.7.2012 13:33
Skátar létu rigninguna ekkert á sig fá Hvorki íslenskir skátar, né erlendir gestir þeirra á Landsmóti skáta, sem sett var í gær, létu rigningu á sig fá. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussiaeff, eiginkona hans, heimsóttu skátana og slógu þau á létta strengi með mótsgestum. Í setningarávarpi sínu ræddi Hrólfur Jónsson mótsstjóri meðal annars 100 ára sögu skátahreyfingarinnar á Íslandi. Ávarpi Hrólfs lauk skyndilega þegar jarðálfar og eldspúandi púkar brutust fram á sjónarsviðið en þar var á ferðinni skrílsleiftur (e. Flash-mob) sem undirbúið hafði verið af yfir 70 skátum af fjórum þjóðernum. Áður en langt um leið sungu og dönsuðu viðstaddir við sigurlag Eurovision 2012, Euphoria, áður en mótseldurinn var kveiktur við mikinn fögnuð. 23.7.2012 11:12
Þarf ekki að greiða vask af lyftum fyrir fatlaða Lögum samkvæmt bar tollstjóra að endurgreiða virðisaukaskatt af tveimur lyftum fyrir fatlað fólk sem sveitarfélag fékk að gjöf til nota í sundlaug. Þetta var niðurstaða Umboðsmanns Alþingis í máli gefandans. 23.7.2012 10:09
Sýna stuðning við Hinsegin daga í verki Iceland Express styrkir Hinsegin daga í Reykjavík og til að sýna þann stuðning í verki er vönduðu dagskrárriti hátíðarinnar dreift um borð í flugvélum félagsins. Þá skarta flugfreyjur okkar regnbogaslæðum og flugþjónar regnbogabindum til að minna á hátíðina sem hefst hinn 6. ágúst næstkomandi og stendur til 12. ágúst. 23.7.2012 09:44
Spáir því að Kínverjar vinni flest verðlaun á Ólympíuleikunum Hagfræðiprófessor spáir því að í fyrsta sinn í sögunni muni Kínverjar vinna til fleiri verðlauna á Ólympíuleikum en Bandaríkjamenn. 23.7.2012 06:52
Þrír hafa farist í skógareldum í Katalóníu á Spáni Þrír hafa farist, 19 slasast og um 135.000 manns hefur verið skipað að halda sig innandyra vegna mikilla skógarelda sem hafa geisað í Katalóníu á Spáni um helgina. 23.7.2012 06:45
Ölóður maður reyndi að ganga í skrokk á lögreglumönnum Til átaka kom þegar ölóður ökumaður ætlaði að ganga í skrokk á lögreglulmönnum, sem höfðu stöðvað för hans í Kópavogi í nótt. 23.7.2012 06:42
Óperusöngvari með hakakross á brjóstinu hættir við Wagner Rússneski óperusöngvarinn Evgeny Nikitin hefur afboðað þátttöku sina á hinni árlegu Wagner hátíð í Bayreuth. Nikitin átti að syngja hlutverk Hollendingsins fljúgandi í einni af þekktari óperum Wagners. 23.7.2012 06:36
Skotmaðurinn verður ekki látinn laus Hinn 24 ára gamli James Holmes, sem grunaður er um að hafa skotið tólf manns til bana í Aurora í Colorado á föstudagsmorgun, var í fyrsta sinn leiddur fyrir dómara í dag. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að Holmes mun sitja í gæsluvarðhaldi og á ekki möguleika á því að verða látinn laus gegn tryggingu. Samkvæmt frásögn BBC fréttastöðvarinnar eru níu alvarlega særðir eftir árásina en alls særðust 58. 23.7.2012 16:54
Skærgrænt hjól við sumargötu Reykjavík öðlaðist í morgun nýtt kennileiti þegar skærgrænt hlið úr notuðu reiðhjóli var sett upp á Laugarvegi til að hindar bílaumferð. Hjólahliðið vakti strax athygli ferðamanna sem stilltu sér unnvörpum upp við hjólin og brostu í myndavélar. 23.7.2012 16:15
Eldurinn kom upp í rafmagnstöflu Orsakir þess að eldur kom upp í skipinu Maggý VE á fimmtudag í síðustu viku eru raktar til þess að loki við lensidælu í vélarrúmi hafi ekki lokast og síðuloki virkaði ekki. Sjór lak því inn um lensirör skipsins og komst þannig inn í vélarrúmið. Í framhaldi af þessu kviknaði eldur í rafmagnstöflu. Eins og fram kom á fimmtudag voru sjö í bátnum þegar eldurinn kom upp. Björgunarsveitabátar úr Grindavík og Vestmannaeyjum voru kallaðir til aðstoðar og jafnframt þyrla Landhelgisgæslunnar. Báturinn var svo dreginn til hafnar í Vestmannaeyjum. 23.7.2012 16:10
Starfsmenn sérstaks saksóknara enn til skoðunar Rannsókn Ríkissaksóknara á málum tveggja starfsmanna embættis sérstaks saksóknara, þeirra Guðmundar Hauks Gunnarssonar og Jóns Óttars Ólafssonar, stendur enn yfir. Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, er búist við að henni ljúki á næstu vikum. Mennirnir tveir eru grunaðir um brot á þagnaskylduákvæði í störfum sínum þegar þeir seldu þrotabúi Milestone upplýsingar sem þeir urðu sér úti um í störfum sínum fyrir sérstakan saksóknara. Embætti sérstaks saksóknara kærði mennina í maí síðastliðnum og hefur rannsókn staðið yfir síðan þá. 23.7.2012 15:47
Eldmar, Ebonney og Einbjörg voru öll samþykkt Mannanafnanefnd samþykkti þrjú ný eiginnöfn þann 11. júlí síðastliðinn. Um er að ræða karlmannsnafnið Eldmar og kvenmannsnöfnin Ebonney og Einbjörg. Í rökstuðningi mannanafnanefndar segir að nöfnin taki íslenskri beygingu í eignarfalli og samræmist að öðru leyti lögum um mannanöfn. 23.7.2012 15:38
Myndu ekki nota efnavopn gegn eigin fólki Stjórnin í Sýrlandi myndi aldrei nota efnavopn gegn eigin borgurum en myndi líklega gera það gegn utanaðkomandi árás. Þetta segja stjórnvöld þar í landi. 23.7.2012 15:35
Rækjuveiðar bannaðar og leyfðar aftur Sjávarútvegsráðuneytið hefur fellt úr gildi reglugerð sem sett var á fimmtudaginn síðasta um stöðvun úthafsrækjuveiða. Atburðinn má að öllum líkindum rekja til klaufaskapar í ráðuneytinu eða þess að afladagbækur voru ekki skoðaðar nógu vel. 23.7.2012 15:18
Cameron og Romney funda David Cameron, forsætisráðherra Breta, mun hitta Mitt Romney, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, á fimmtudaginn. Talskona Camerons staðfesti þetta í samtali við breska blaðið Daily Telegraph. Blaðið segir að þessi fundur verði mögulega erfiður fyrir Cameron þar sem forsætisráðherra á samkvæmt venju ekki að hitta fólk sem er í framboði til æðstu embætta í öðrum ríkjum. 23.7.2012 15:05
Ísraelar með sérstaka gæslu á Ólympíuleikunum Ísraelskir leyniþjónustumenn verða með sérstaka gæslu á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Ástæðan er sú að nú í ár eru 40 ár liðin frá því að Palestínumenn gerðu mikla árás á íþróttamenn á Ólympíuleikum í München í Þýskalandi. Þá fórust 11 ísraelskir íþróttamenn og einn þýskur lögreglumaður. Breska blaðið Sunday Times segir að hryðjuverkahópurinn Svarti september hafi staðið á bakvið árásirnar sem hafi alla tíð verið kallaðar München blóðbaðið. 23.7.2012 14:32
Leit hafin að erlendu pari Ekkert hefur spurst til þýsks pars sem er á ferðalagi hér á landi frá 14. júlí síðastliðnum. Lögreglan á Hvolsvelli er að hefja leit og eftirgrennslan að parinu. Fólkið ætlaði að láta vita af sér á miðvikudag í síðustu viku en hefur ekki gert það. Þegar heyrðist til þeirra þann 14. júlí voru þau stödd austan Torfajökuls. Lögreglan biður þá sem geta mögulega gefið einhverjar upplýsingar um fólkið að hafa samband í síma 4884110. 23.7.2012 14:10
Íslenskir ólympíufarar láta umferðartafir ekki spilla stemningunni Íslensku ólympíufararnir eru lagðir af stað út en Andri Stefánsson, fararstjóri íslensku keppendanna, kom í Ólympíuþorpið á föstudaginn var. Hann segir að stemningin í hópnum sé góð. 23.7.2012 13:56
Ný vatnsuppspretta í Namibíu Nýfundin vatnsuppspretta í Namibíu gæti enst landinu næstu aldir. Fundurinn mun hafa góðar afleiðingar á þróun í einu þurrasta landi Afríku sunnan við Sahara. 23.7.2012 12:41
Velti bíl við að sveigja frá lömbum Fjórir erlendir ferðamenn komust í hann krappann þegar lömb hlupu skyndilega upp á þjóðveginn og í veg fyrir bíl þeirra í Hestfirði við sunnanvert Ísafjarðardjúp í gærkvöldi. 23.7.2012 12:13
Gervimarglytta ákveðið afrek í hjartarannsóknum Vísindamenn hafa skapað gervimarglyttu sem syndir af sjálfsdáðum. Eftirmyndin var gerð úr sílíkoni og hjartavöðvafrumum sem voru ræktaðar úr rottum. Með rafstraum tókst þeim að fá dýrið til að synda eins og raunveruleg marglytta. 23.7.2012 12:00
Vinsældir Ísafjarðar hjá siglingafólki aukast Skútuheimsóknum á Ísafirði hefur fjölgað ár frá ári. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir að draumurinn sé koma upp góðri aðstöðu, ráðast í markaðsátak og gera Ísafjörð að nokkurs konar skútubækistöð norðursins. 23.7.2012 11:24