Erlent

Orrustuþotur vörpuðu sprengjum á sýrlenska borg

BBI skrifar
Orrustuþotur voru notaðar í bardögum í borginni Aleppo sem er fjölmennasta borg Sýrlands. Fréttamenn BBC telja þetta vera fyrsta skiptið sem orrustuþotur eru notaðar í borginni.

Uppreisnarmenn réðust gegn stjórnarhernum í borginni um helgina til að reyna að ná þar undirtökum. Síðan hafa harkalegir bardagar geisað þar. Stjórnin hefur m.a. notað þyrlur og eldflaugabyssur til að ná ákveðnum svæðum úr höndum uppreisnarmanna.

Átökin í Sýrlandi í dag kostuðu 80 manns lífið. Þar af létustu 20 manns í borginni Aleppo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×