Innlent

Verða væntanlega sendir úr landi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mennirnir sem fóru um borð í vél Icelandair heita Adam Aamer og Alhawari Agukourchi.
Mennirnir sem fóru um borð í vél Icelandair heita Adam Aamer og Alhawari Agukourchi.
Útlendingastofnun hefur synjað báðum mönnunum sem fóru um borð í vél Icelandair um landvistarleyfi hér á Íslandi. Annar þeirra unir niðurstöðunni, en óvíst er um mál hins. Mennirnir verða því væntanlega sendir af landi brott þegar lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið meðferð mála þeirra og þau hafa farið fyrir dóm.

Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í dag að athæfi mannanna, þegar þeir laumuðust um borð í vél Icelandair, eru talin varða við almenn hegningarlög og lög um loftferðir. Töluverð umræða skapaðist um mál mannanna þegar þeir komu hingað til lands en þeir villtu á sér heimildir og sögðust vera mun yngri en þeir eru að öllum líkindum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×