Innlent

Lögreglumaðurinn dansaði á vakt

Lögreglumaður hefur heldur betur slegið í gegn í Bretlandi eftir frammistöðu sína þegar hlaupið var með ólympíueldinn í Kent-hverfinu í Lundunum í síðustu viku. Í stað þess að standa beinn og halda fólkinu frá hlaupaleiðinni tók hann sporið og dansaði fyrir fólkið. Myndskeiðið hefur nú slegið í gegn á Youtube.com og hafa yfir 150 þúsund manns horft á það á nokkrum dögum. Sjón er sögu ríkari, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×