Erlent

248 fóstur fundust í skógi

BBI skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint og er ekki af alvöru fóstrum.
Myndin tengist fréttinni ekki beint og er ekki af alvöru fóstrum. Mynd/AFP
Íbúar í sunnanverðum hlíðum Úralfjallanna í Rússlandi hafa rambað á andstyggilegan fund - fjórar tunnur sem innihéldu 248 mannleg fóstur yfirgefnar í frumskógi.

Lögreglan á svæðinu sagði í dag að fóstrin, sem geymd voru í formalíni, hafi verið merkt með eftirnöfnum og númerum. Lögreglu grunar að einn af fjórum spítölum á svæðinu beri ábyrgð á tunnunum.

CBS segir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×