Erlent

Breivik fluttur í annað fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Breivik var fluttur í nýtt fangelsi í gær.
Breivik var fluttur í nýtt fangelsi í gær. mynd/ afp.
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var fluttur úr Ila fangelsinu í Skien fangelsið í gær. Þetta staðfesti Geir Lippestad, verjandi Breiviks, í samtali við norska ríkisútvarpið. Lippestad segir að hann hafi verið í sambandi við fangelsismálayfirvöld bæði fyrir og eftir flutningana og hafi fengið þær fréttir að flutningarnir hafi gengið vel.

Ástæður flutninganna eru þær að til stendur að gera viðbætur á Ila fangelsinu og þurfti því að flytja fanga á meðan. Búist er við því að Breivik verði í Skien fangelsinu í tíu vikur. Á sunnudag var þess minnst að ár er liðið síðan Breivik varð 77 manns að bana í Osló og Útey. Búist er við því að dómur í máli hans falli í lok næsta mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×