Innlent

11 ára skáti bjargaði lífi móður sinnar

Amelía Rún Gunnlaugsdóttir, skáti frá Grundarfirði, fékk í gær bronskross Bandalags íslenskra skára. Það var skátahöfðinginn Bragi Björnsson sem veitti Amelíu krossinn en hann er eitt af hetjudáðamerkjum skátanna og er veittur skáta sem sýnt hefur hreystilega framgöngu er slys ber að garði.
Amelía Rún Gunnlaugsdóttir, skáti frá Grundarfirði, fékk í gær bronskross Bandalags íslenskra skára. Það var skátahöfðinginn Bragi Björnsson sem veitti Amelíu krossinn en hann er eitt af hetjudáðamerkjum skátanna og er veittur skáta sem sýnt hefur hreystilega framgöngu er slys ber að garði. Mynd/Landsmót Skáta
Amelía Rún Gunnlaugsdóttir, skáti frá Grundarfirði, fékk í gær bronskross Bandalags íslenskra skára. Það var skátahöfðinginn Bragi Björnsson sem veitti Amelíu krossinn en hann er eitt af hetjudáðamerkjum skátanna og er veittur skáta sem sýnt hefur hreystilega framgöngu er slys ber að garði.

Í fréttatilkynningu frá Landsmóti skáta sem fer nú fram á Úlfljótsvatni segir að Amelía Rún, sem átti tólf ára afmæli í gær, hafi unnið þrekvirki í vetur þegar móðir hennar missti meðvitund um miðja nótt á heimili þeirra í Grundarfirði.

„Viðbrögð Amelíu voru til fyrirmyndar og stilling hennar vakti athygli starfsfólks Neyðarlínunnar, en þeim og sjúkraflutningamönnum í framhaldinu veitti hún greinargóðar upplýsingar. Framganga Amelíu varð til þess að öll neyðarviðbrögð og aðstoð björgunaraðila urðu skilvirk og björguðu þannig lífi móður stúlkunnar sem nú hefur náð góðri heilsu á ný," segir í tilkynningunni.

Við athöfnina í gær sagði skátahöfðinginn meðal annars að leiða mætti líkur að því að skátastarfið og sú þjálfun sem Amelía hefur hlotið þar eigi einhvern þátt í því hve vasklega hún brást við í þessum erfiðu aðstæðum.

„Eitt af helstu markmiðum skátastarfs er að þroska börn og ungmenni til þess að verða ábyrgir, sjálfstæðir og hjálpsamir einstaklingar í samfélaginu. Það má því með sanni segja að viðbrögð Amelíu hafi sýnt merki um sanna skátahugsjón en hún er meðal þeirra allra yngstu sem hlotið hafa hetjudáðarmerki skátanna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×