Fleiri fréttir

Krefjast þess að framkvæmdir hefjist nú þegar

Það stendur til að ganga í hvert hús í Fjarðabyggð í dag og næstu daga til þess að safna undirskriftum íbúa til að skora á Alþingi og ríkisstjórn Íslands um að framkvæmdir hefjist nú þegar við gerð Norðfjarðarganga. Meðlimir félagasamtaka, bæjarfulltrúar, bæjarstjóri, stjórnendur fyrirtækja og stofnana í Fjarðabyggð verða meðal þeirra sem ganga á milli húsa í bæjarhverfunum sex til þess að safna undirskriftum.

Samskiptin við ESB rædd með utanríkisráðherra

Utanríkismálanefnd mun hitta Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fljótlega til að fara yfir pólitísk samskipti við Evrópusambandið. Ástandið er þátttaka framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Icesavemálinu gegn Íslandi og fleiri atriði sem komið hafa upp. Aðspurður segist Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, að ekki hafi reynt á það hvort skoðanamunur sé á milli stjórnarflokkanna um það hvernig bregðast eigi við ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að taka þátt í málaferlunum gegn Íslandi.

Létu lífið í skýstrókum

Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar öflugir skýstrókar gengu yfir miðvestur ríki Bandaríkjanna í nótt. Skýstrókarnir ollu miklum skemmdum á mannvirkjum en bærinn Thurman í Iowa-ríki varð verst úti en stór hluti bæjarins er rústir einar eftir óveðrið. Að minnsta kosti 39 látið lífið í Bandaríkjum af völdum skýstróka það sem af er þessu ári.

Fá ekki styrki fyrir lífrænan búskap vegna fjárskorts

Fjárskortur hefur orðið til þess að bændur sem vilja skipta yfir í lífrænan búskap hafa enn ekki fengið ríkissstyrk til að skipta um búskaparhætti. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir bændum skuli tryggður aðlögunarstuðningur skipti þeir úr hefðbundinni ræktun yfir í lífræna. Þingsályktunartillaga nefndar um eflingu græna hagkerfisins var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi á dögunum.

Beittu piparúða til að ná manni úr lögreglubíl

Ölvaður maður réðst að lögreglubíl um þrjúleytið í nótt og barði í bílinn. Þegar lögreglumenn höfðu afskipti af honum sýndi maðurinn þeim ógnandi tilburði. Maðurinn var handtekinn og er vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.

Víða er skíðafæri

Skíðasvæðin í Bláfjöllum og í Hlíðarfjalli eru opin í dag. Bæði svæðin opnuðu nú klukkan tíu og er opið til fimm í Bláfjöllum og til klukkan fjögur í Hlíðarfjalli. Færi á báðum stöðum er mjög gott en þó er fólk beðið um að fylgjast með aðstæðum í símsvara Bláfjalla þar sem að líkur eru á að hvessi þegar líða tekur á daginn. Skíðasvæðin í Skálafelli, á Ísafirði og í Dalvík eru lokuð í dag,

Tími nagladekkja liðinn

Vorið er farið að láta á sér kræla og við minnum lesendur á að frá og með deginum í dag er bannað að aka á nagladekkjum. Minnt er á að nú ber að greiða 5 þúsund krónur í sekt fyrir hvert nagladekk og ónothæf dekk, og því betra að gera bragabót í þessum efnum hið fyrsta. Umferðarstofa vill benda á að það hafa orðið alvarleg umferðarslys sem rekja má m.a. til lélegs dekkjabúnaðar. Þá má benda á að Alþýðusamband Ísland gerði fyrir skemmstu verðkönnun á dekkjum en hana má kynna sér á vefnum asi.is

Slyssins minnst um allan heim

Í dag eru liðin 100 ár síðan að Titanic sökk með þeim afleiðingum að um 1500 manns fórust. Um sjö hundruð manns björguðust eftir að þeir höfðu yfirgefið skipið og farið í björgunarbáta. Slyssins er minnst með margvíslegum hætti víða um heim í dag. Meðal annars í Belfast, þar sem skipið var byggt. Minningarathöfn var haldin í nótt um borð í skipinu Balmoral sem er um þessar mundir að sigla sömu leið og Titanic sigldi áður en það sökk í jómfrúarferð sinni.

Hafa þegar hjálpað nær 40.000 börnum

Hjálparstarf UNICEF á Sahel-svæðinu í Afríku er komið í fullan gang. Tugir þúsunda barna hafa fengið meðferð vegna vannæringar. Söfnun UNICEF hefur gengið vel á Íslandi og um fjórtán milljónir króna hafa þegar safnast.

Varla meirihluti án Sjálfstæðisflokksins

Eini möguleikinn til að mynda ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins er ríkisstjórn allra hinna flokkanna fimm sem ná sæti á Alþingi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ný framboð ná samtals átta þingmönnum, en hátt hlutfall kjósenda á enn eftir að gera upp hug sinn.

Jón Kaldal yfirgefur Fréttatímann

Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, hefur selt hlut sinn í blaðinu. Kaupendur eru aðrir hluthafar. Jón hefur í kjölfar þessara viðskipta látið af starfi ritstjóra.

Hægt að sjöfalda lífræna framleiðslu

Raunhæft er að stefna að sjöföldun lífrænnar framleiðslu á íslenskum markaði fyrir lok þessa áratugar. Þetta segir formaður þingnefndar um eflingu græna hagkerfisins. Samtök lífrænna neytenda skiluðu í dag tillögum sínum til yfirvalda um hvernig móta skuli stefnu í þessum málum. Fyrsti aðalfundur Samtaka lífrænna neytenda var haldinn í Reykjavíkurakademíunni í dag, en ár er síðan samtökin voru stofnuð. Tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni framleiðslu vottaðra lífrænna vara á Íslandi með velferð almennings, búfjár og umhverfisins að leiðarljósi.

Segir sjálfstæðismenn hafa samþykkt hugmyndirnar

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, segir að samkomulag sem til stendur að Reykjavíkurborg og ríkiið geri með sér um bættar almenningssamgöngur en frestun í mannvirkjagerð byggist á viljayfirlýsingu sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi staðið að og greitt atkvæði sitt á fundi borgarráðs í júlí í fyrra.

Sameinuðu þjóðirnar senda eftirlitsmenn til Sýrlands

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þess efnis að teymi verði sent til Sýrlands til þess að fylgjast með því að vopnahlé verði haldið. Talið er að fyrstu eftirlitsaðilarnir geti verið komnir til Sýrlands eftir fáeinar klukkustundir. Sýrlenski herinn varpaði sprengjum á borgina Homs í nótt og morgun og er óttast að fjöldi manna hafi látið lífið.

Gagnrýna borgaryfirvöld fyrir að samþykkja frestun framkvæmda

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna harðlega að meirihluti borgarstjórnar ætli að undirrita samkomulag við ríkisvaldið sem felur í sér frestun mikilvægra vegaframkvæmda í Reykjavík. Þar ber hæst Sundabraut, lausnir við mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut, göng undir Öskjuhlíð og margar aðrar brýnar samgöngubætur sem borgarbúar hafa beðið eftir til margra ára. Samkvæmt því samkomulagi sem nú liggur fyrir verður þessum brýnu framkvæmdum frestað í minnst 10 ár.

Formaðurinn tekinn undir áhrifum: "Algjört dómgreindarleysi"

Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, var tekinn fyrir ölvun við akstur í gærkvöldi. "Ég hafði verið í matarboði og drukkið hvítvín með matnum. Þetta er algjört dómgreindarleysi af minni hálfu, og mikilvæg lexía sem og áminning um að maður á aldrei að snerta bifreið undir áhrifum áfengis,“ segir Guðmundur í yfirlýsingu sem hann birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að hann hafi verið tekinn við umferðareftirlit lögreglunnar í Hafnarfirði, látinn blása og reynst vera yfir mörkunum. "Til þess að allt sé upp á borðum vildi ég koma þessu á framfæri öðrum til varnaðar. Ég vil þakka lögreglunni fyrir árverkni hennar. Stjórnarmönnum Hægri grænna hefur verið greint frá málinu,“ segir Guðmundur í yfirlýsingunni.

Robin Gibb við dauðans dyr

Robin Gibb, sem þekktastur er fyrir að vera einn af meðlimum Bee Gees, liggur í daí á sjúkrahúsi í Lundúnum. Læknar þar fullyrða að hann eigi einungis fáeina daga eftir á lífi. Gibb, sem er 62 ára gamall, hefur strítt við heilsufarsvandræði í langan tíma og hefur meðal annars strítt við krabbamein í lifur og þörmum. Til stóð að Robin Gibb kæmi til Íslands fyrir síðustu jól til þess að syngja á tónleikum með Björgvin Halldórssyni en ekkert varð úr því.

Ólöf: Sjálfstæðisflokkurinn á góðri siglingu

"Ég er auðvitað mjög ánægð með þessar niðurstöður sem þarna koma fram,“ segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samkvæmt niðurstöðunum mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 43% fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir með 23% fylgi samanlagt. Ólöf bendir á að niðurstöður sem komu fram í könnun Capacent um daginn hafi verið góðar og þessar fylgi svo í kjölfarið. "Þannig að ég held að það sé alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er á góðri siglingu,“ segir Ólöf.

Lífvörðum Obama vikið úr starfi

Tólf lífverðir Baracks Obama hafa verið leystir frá störfum eftir að ásakanir komu upp um að þeir hefðu gerst brotlegir í starfi þegar þeir voru að undirbúa komu forsetans til Kólumbíu á dögunum.

Sjálfstæðisflokkurinn með 43%

Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð og herðar yfir aðra flokka samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Stjórnarflokkarnir njóta samanlagt stuðnings ríflega 23 prósenta.

Linda: Háværustu þrumur sem ég hef heyrt

Þær voru yfirþyrmandi þrumurnar og eldingarnar sem dundu yfir Tælandi eftir að jarðskjálftinn reið yfir í Indónesíu í síðustu viku. Skjálftinn var 8,7 stig á Richterskvarða og síðar varð annar skjálfti sem var 8,2 að stærð.

Flugstöðin er 25 ára

Tuttugu og fimm ár eru liðin í dag frá því Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli var vígð og var afmælinu fagnað í gær. Meðal gesta voru ýmsir fyrrverandi og núverandi forráðamenn stöðvarinnar og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem er æðsti yfirmaður samgöngumála á landinu.

Girðingar í góðu standi en hreindýr drepast úr hor

Bæjarstjóri Hornafjarðar segir girðingar í góðu lagi í landi Flateyjar í Mýrum. Því ættu engin hreindýr að flækjast í þeim og drepast. Hins vegar sé það áhyggjuefni að hreindýr í Hornafirði hafi drepist úr hor á undanförnum dögum og því sé brýnt að rannsaka beitarþol. Fréttastofa greindi frá því í gær að tveir dýraverndunarsinnar hefðu kært

List án landamæra sett í vikunni

Það verður mikið um að vera víðast hvar um landið frá og með næsta miðvikudegi en þá verður hátíðin List án landamæra sett. Á dagskrá verða fjölmargir skapandi og skemmtilegir viðburðir. Meðal annars mun Bjöllukórinn úr Tónstofu Valgerðar troða upp í Hörpu og Leikfélag Sólheima mun sýna Kardimommubæinn að Sólheimum.

Líkamsárás við Bæjarins bestu

Ráðist var á mann við Bæjarins Bestu í Tryggvagötu rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Árásarmaðurinn var handtekinn og verður vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Sá sem varð fyrir árásinni slasaðist ekki alvarlega, en er líklega með brotna tönn. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir ölvun við akstur, annar í Hamraborg í Kópavogi en hinn á Reykjanesbraut við Molduhraun. Sá sem var stöðvaður við Hamraborg hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Hinn ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Ákærður fyrir nauðgun og brennu

Ríkissaksóknari hefur ákært ríflega þrítugan mann frá Höfn í Hornafirði fyrir brennu og nauðgun. Brotin sem hann er ákærður fyrir voru framin með um árs millibili. Hann neitar allri sök.

Unga fólkið líklegra til úrskráningar

352 gengu úr Þjóðkirkjunni fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Þar af skráðu 166 sig í annað trúfélag en 186 skráðu sig utan trúfélaga. Í samantekt Þjóðskrár kemur fram að af þessum 352 einstaklingum eru 269 fæddir árið 1976 eða síðar.

Cameron vill aflétta þvingunum

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, vill að Evrópusambandið hætti efnahagslegum þvingunum á Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar. Þetta sagði Cameron í gær, en hann er staddur í landinu.

Vinir Elliðaárdals stofna samtök

Hátt í níutíu manns mættu á stofnfund Hollvinasamtaka Elliðaárdals í félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur í dalnum í fyrrakvöld.

Ísland mótmælir ekki meðalgöngu Evrópusambandsins

Íslensk stjórnvöld telja best að leggjast ekki gegn meðalgöngu framkvæmdastjórnar ESB í Icesave-málinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins mótmælir og segir ástæðulaust að halda áfram aðildarviðræðum að óbreyttu.

Reyndur bavíani þekkir 300 orð

Bavíanar geta lært að þekkja orð með allt að fjórum stöfum frá fjögurra stafa stafarugli, þó þeir viti ekki hvað orðin þýða. Hæfileikaríkasti bavíaninn í nýrri rannsókn þekkir um 300 orð.

Vill að útlendingar verði merktir

Meirihluti þingflokks Sannra Finna á finnska þinginu vonast til þess að þingmaðurinn James Hirvisaari segi upp aðstoðarkonu sinni, Helenu Eronen, vegna fjandsamlegs bloggs hennar í garð útlendinga og minnihlutahópa.

Hrossakjöt í stað nautakjöts

Gestir á veitingastöðum og kaffihúsum í Södertälje í Svíþjóð fá ekki alltaf á diskinn þann rétt sem þeir pöntuðu af matseðlinum.

Vilja verða gamlir heima

Alls sóttu 613 innflytjendur í Danmörku um aðstoð við að komast aftur til föðurlands síns í fyrra. Árið 2010 var fjöldinn 370. Tveir þriðju hlutar þeirra sem snúa heim eru eldri borgarar, flestir frá Bosníu, Serbíu og Tyrklandi, að því er danskir fjölmiðlar greina frá.

Saka Apple um samkeppnisbrot

Bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa höfðað mál á hendur tæknirisanum Apple fyrir meint samkeppnisbrot við verðlagningu á rafbókum í vefverslun fyrirtækisins.

Íslensk músík orðin vörumerki

Það er að miklu leyti tilviljunum háð hverjir "meika“ það í útlöndum og hverjir ekki, segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN og Sykurmoli, við Stíg Helgason. Hann telur að margar íslenskar hljómsveitir gætu náð langt á næstunni.

Hringdi í lögregluna eftir að konan vildi meira kynlíf

Örvæntingafullur Þjóðverji þurfti að grípa til þess ráðs að hringja í lögregluna eftir að hafa farið heim með konu af bar kvöldið áður. Ástæðan var sú að konan vildi meira kynlíf þrátt fyrir að þau höfðu stundað kynlíf nokkrum sinnum yfir nóttina.

Páll Óskar vekur athygli á neyðinni á Sahel-svæðinu

Neyð barna á Sahel-svæðinu er gríðarleg og UNICEF stendur nú yfir neyðarsöfnun. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur unnið öflugt sjálfboðastarf fyrir UNICEF og leggur sitt af mörkum til að vekja athygli Íslendinga á neyðinni. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Pál Óskar tala um ástandið þar, en framleiðslufyrirtækið Pegasus gerði myndbandið með Palla en allir sem komu að gerð þess gáfu vinnuna sína.

Kirkjugarður á Seltjarnarnesi?

Kirkjugarður gæti risið á Seltjarnarnesi ef hugmyndir þess efnis ná fram að ganga. Þrjár staðsetningar koma til greina fyrir allt að þrjú þúsund grafir.

Ný dagbók komin í dagsljósið - mikilvæg viðbót við rannsóknina

Dagbók Guðjóns Skarphéðinssonar sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, frá því hann sat í eins árs gæsluvarðhaldi árin 1976-77 er nýlega komin í hendur starfshóps á vegum innanríkisráðuneytisins sem rannsakar nú málið. Formaður hópsins segir dagbókina veigamikið gagn og viðbót fyrir rannsóknina.

Tveir kært Hornafjörð vegna hreindýradrápa

Tveir dýraverndunarsinnar hafa kært sveitarfélag Hornafjarðar fyrir meint brot á lögum um dýravernd og girðingarlögum. Fjöldi hreindýra hefur drepist í sveitarfélaginu eftir að hafa flækst í girðingarvír.

Sjá næstu 50 fréttir