Fleiri fréttir

Íbúar telja innbrot mesta vandamálið í sínu hverfi

Tæp 44 prósent sögðu innbrot mesta vandamálið í sínu hverfi samkvæmt niðurstöður könnunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um viðhorf almennings til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim. Þau 44 prósent sem sögðu innbrot mesta vandamálið eru umtalsvert færri en í síðustu könnun.

Veiðitímabil svartfugls stytt

Umhverfisráðherra hefur breytt reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum á þann veg að stytta veiðitíma fimm tegunda svartfugla nú í vor. Veiðar á álku, langvíu, lunda, stuttnefju og teistu verða heimilar til 25. apríl í stað 10. maí nú í vor.

Segja metanól ekki jafn hættulegt og FÍB heldur fram

Carbon Recycling vill árétta að metanól og etanól hafa svipuð áhrif á efni sem notuð eru í eldsneytiskerfum bíla. Framkvæmdastjóri Félags bifreiðaeiganda, Runólfur Ólafsson, gagnrýndi í dag fyrirtækið harðlega og vildi meina að það þyrfti að rannsaka heilsufarslega þætti blöndunar betur.

Stjórnvöld ekki á móti meðalgöngu ESB

Íslensk stjórnvöld hafa falið EFTA-dómstólnum að ákveða hvort að meðalganga framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins í Icesave-málinu verður leyfð.

Vopnahléið í Sýrlandi heldur enn

Vopnahléið í Sýrlandi heldur enn, þrátt fyrir áframhaldandi átök stjórnarhermanna og andspyrnumanna. Að minnsta kosti fimm létust í dag þegar öryggissveitir skutu á hóp mótmælenda.

Listahátíð afhjúpuð

Listahátíð í Reykjavík leggur undir sig borgina frá 18. maí til 3. júní. Dagskrá hátíðarinnar var kynnt í gær. Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, fór yfir dagskrána á blaðamannafundi í gær. Á fimmta tug viðburða og hundruð listamanna víðs vegar að úr heiminum taka þátt í Listahátíð í Reykjavík í ár.

Laugardalslaug lokuð vegna framkvæmda

Unnið er að miklum endurbótum á Laugardalslaug og vegna framkvæmda verður lokað í þrjá daga eftir helgi - frá mánudegi til miðvikudags. Laugin opnar á ný kl. 8:00 sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Gestir eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem lokun hefur í för með sér.

Málafjöldi aukist um 466 prósent

Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi halda upp á áratugar afmæli sitt í dag. Starfsemin hefur vaxið á síðustu árum. Til að mynda má nefna að í ársskýrslu samtakanna, sem kynnt verður í dag, kemur fram að málafjöldi hefur aukist um 466 prósent frá því árið 2007.

Áfengis- og húsgagnaverslun jókst á milli ára

Velta í dagvöruverslun í marsmánuði jókst frá fyrri mánuði í öllum flokkum, enda febrúar mánuður stuttur og að auki voru fimm föstudagar í mars mánuði en þeir vega nokkuð þungt í veltu, sérstaklega í flokki dagvöru og áfengis. Þannig jókst sala áfengis um 12,2% í mars miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 17,2% á breytilegu verðlagi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rannsóknarsetri verslunarinnar.

Plastmál Jóhönnu Sigurðardóttur selt á 105 þúsund krónur

Plástmál sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, drakk úr í hljóðveri Rásar 2 í morgun var slegið á 105 þúsund krónur. Uppboðið hófst eftir að þáttastjórnendur Virkra morgna komu að dýrgripnum á glámbekk í morgun.

Of Monsters and Men á tónleikum í New York

Of Monsters and Men, sem gera nú garðinn frægan í Bandaríkjunum komu fram á tónleikum í Williamsburg í New York þann fimmta apríl síðastliðinn. Tónleikarnir hafa nú verið settir á netið í heild sinni og þá má sjá með því að smella hér.

Stolið málverk metið á milljarða kom í leitirnar

Afar verðmætt málverk eftir franska málarann Cezanne fannst í Serbíu á dögunum. Málverkinu, sem heitir drengurinn í rauða vestinu, var stolið af safni í svissnesku borginni Zurich árið 2008. Verkið er metið á 109 milljónir dollara eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna.

Norður-Kórea undirbýr kjarnorkusprengingu

Umdeilt eldflaugaskot Norður-Kóreumanna fór út um þúfur í nótt en nú berast fregnir af því að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að sprengja kjarnorkusprengju neðanjarðar í vor.

Fornmunir á lóð Landspítalans afhentir Þjóðminjasafninu

Hátt í hundrað gripir sem fundust við fornleifauppgröft á lóð Landspítala við Hringbraut hafa verið færðir Þjóðminjasafni. Gripirnir, sem flestir eru úr keramik og gleri, fundust við fornleifarannsóknirnar á lóðinni í fyrrahaust. Meðal annars fundust ölflöskur og skrautsverð.

Þrír fórust í lestarslysi í Þýskalandi

Þrír létust og þrettán eru slasaðir eftir lestarslys í Þýskalandi nærri bænum Offenbach í dag. 35 voru um borð í farþegalestinni sem var á leið frá Frankfurt til Hanau.

FÍB gagnrýnir notkun metanóls í eldsneyti

Félag íslenskra bifreiðareiganda (FÍB) gagnrýnir notkun metanóls í bensín en í gær var metanólverksmiðjan CRI vígð á Reykjanesi. Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra FÍB, Runólfi Ólafssyni segir að Metanólið, eða tréspírinn, sé "háskalegt eiturefni en etanólið ekki. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort til standi að taka mjög vafasama lýðheilsufarslega áhættu hér á landi með því að hefja íblöndun tréspíra í bensín. FÍB vill eindregið mælast til þess að málið verði vandlega skoðað og ekki verði flanað að neinu í þessum efnum.“

Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát

"Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld.

Áfangaskýrslu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið frestað

Starfshópi um Guðmundar- og Geirfinnsmál, sem innanríkisráðherra skipaði í október á síðasta ári, hefur verið veittur frestur til að skila áfangaskýrslu samkvæmt tilkynningu sem finna má á vef innanríkisráðuneytisins. Gert var ráð fyrir að hún lægi fyrir nú í aprílmánuði.

Fótboltamaður kærður fyrir nauðgun

Ung kona hefur kært íþróttamann fyrir nauðgun inni á salerni á veitingastaðnum Vegamótum í Reykjavík í síðasta mánuði að því er DV greinir frá.

Vaktirnar auka líkur á offitu og sykursýki

Vaktavinna hefur umtalsverð áhrif á líkamann, og getur meðal annars aukið líkur á offitu og sykursýki, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar eru í bandarísku vísindariti.

Eldflaugaskotið klúðraðist

Yfirvöld í Norður Kóreu staðfesta að eldflaugaskot þeirra í gærkvöldi hafi farið út um þúfur. Miklar deilur hafa verið um eldflaugaskotið síðustu daga en flauginni var skotið á loft í gærkvöldi.

Mel Gibson aftur sakaður um gyðingahatur

Stórstjarnan Mel Gibson er kominn enn og aftur í vandræði og hefur hann enn á ný verið sakaður um gyðingahatur. Bandarískt kvikmyndatímarit hefur birt bréf sem handritshöfundurinn Joe Eztherhas sendi Gibson þar sem hann sakar hann um að hafa hætt við að framleiða mynd um hetjuna Judah Maccabee, vegna þess að hann hati gyðinga.

Cameron heimsækir Búrma

David Cameron forsætisráðherra Bretlands er nú í opinberri heimsókn í Búrma en þangað hefur breskur forsætisráðherra ekki komið í sextíu ár. Hann hitti forseta landsins í dag og að því loknu fundaði hann með baráttukonunni Aung San Suu Kyi í höfuðborginni Rangoon.

Réttað yfir hryðjuverkamönnum í Danmörku

Fjórir menn sem sakaðir eru um að leggja á ráðin um að ráðast á skrifstofur Jótlandspóstsins eru fyrir rétti í Danmörku í dag. Mennirnir sem allir voru búsettir í Svíþjóð vildu hefna fyrir birtingu blaðsins á 12 skopteikningum sem áttu að sýna spámanninn Múhameð árið 2005.

Þvingaður til að flytja efnið inn

Þrír menn hafa verið dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir smygl á tæpu kílói af mjög hreinu kókaíni. Þá var maður á áttræðisaldri dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja efnið til landsins.

Ólafur Ragnar og Þóra með afgerandi forskot

Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa afgerandi forskot á aðra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Gæti þýtt að Ólafur Ragnar leggi í harðari baráttu en ella segir stjórnmálafræðingur. Hann telur Þóru eiga meira inni þegar hún hefur kosningabaráttuna fyrir alvöru.

Enn barist í Sýrlandi

Átök brutust út í morgun á milli sýrlenskra stjórnarhermanna og uppreisnarmanna nálægt landamærum Tyrklands. Vopnahlé var lýst yfir í landinu í gær en margir efast um heilindi stjórnvalda og hersveitir þeirra hafa enn ekki hörfað frá mörgum borgum og bæjum.

Elliðaárdalur: Hollvinasamtök stofnuð

Hollvinasaamtök Elliðaárdalsins voru stofnuð á fjölmennum fundi í Félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal í gærkvöldi. Níutíu manns sóttu fundinn , sem efnt var til í kjölfar þess að á fundum hverfisráða Árbæjar og Breiðholts í haust, kom fram vilji til að stofna sérstök samtök til að standa vörð um dalinn.

Skipstjóri flutningaskips ætlaði að stytta sér leið

Starfsmenn í Vaktstöð siglinga og í Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar höfðu í nótt afskipti af skipstjóra á erlendu flutningaskipi sem ætlaði að stytta sér leið og sigla svonefnda innri leið fyrir Garðskaga og inn á Faxaflóann.

Össur segir aðkomu ESB að Icesave ótengda viðræðum

Lagaprófessor segir aðkomu ESB að málarekstri ESA gegn Íslandi eðlilega í ljósi eðlis málsins. Formaður Framsóknarflokksins vill gera hlé á ESB-viðræðum. Utanríkisráðherra telur stöðu Íslands sterkari en áður.

Ólafur og Þóra hnífjöfn

Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað.

Engin stjórn á umferð um friðland

Ráðgjafarnefnd um Dyrhólaey og Umhverfisstofnun hefur nú aðalumsjón með vinnu að verndaráætlun fyrir friðlandið umhverfis Dyrhólaey og er sú vinna komin í ábendinga- og athugasemdaferli. Lögð er áhersla á að ferlið sé opið og gagnsætt.

Endurskoða þarf fjárframlög

Ríkið verður að endurskoða fyrirkomulag opinberra fjárveitinga til háskóla landsins og skilgreina betur framlög til rannsókna í háskólum. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem birt er í nýrri skýrslu um fjárveitingar ríkisins til háskólarannsókna.

Þörungar lykill að framtíðinni

Margar tegundir kóralrifja ættu að geta aðlagast hlýrri sjó og þar með þrifist áfram hvað sem gróðurhúsaáhrifum líður, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Rax hlaut heiðursviðurkenningu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti í gær Trefjum ehf. útflutningsverðlaun forseta Íslands. Athöfnin fór fram á Bessastöðum og tók Auðun N. Óskarsson, framkvæmdastjóri Trefja, við verðlaununum.

Norður-Kórea skaut upp eldflaug fyrir stundu

Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í kvöld upp eldflaug, sem þeir segja að eigi að koma veður-gervihnetti á sporbaug um jörðu. Eldflauginni var skotið upp fyrir um klukkutíma síðan, að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu.

Þóra Arnórs: Margir lenda í því að slást eftir ball

Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, segir að það sé ekkert að því að tala um líkamsárás sem Svavar Halldórsson, sambýlismaður hennar, var dæmdur fyrir þegar hann var 22 ára, á meðan sagt sé satt og rétt frá. Svavar hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás.

Með sömu greindarvísitölu og Albert Einstein

Fjögurra ára gömul stúlka í Bretlandi hefur fengið inngöngu í Mensa en það er alþjóðlegur hópur fólks með háa greind. Stúlkan er með álíka háa greindarvísitölu og Albert Einstein og Stephen Hawking.

Opinber starfsmaður gerði ekkert í 14 ár

Fyrrverandi ríkisstarfsmaður í Þýskalandi opinberaði í vikunni að hann hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut á 14 ára tímabili sem hann starfaði hjá hinu opinbera.

Sjá næstu 50 fréttir