Innlent

Ásdís Rán í kynþokkafullu hlutverki í búlgörsku tónlistarmyndbandi

Boði Logason skrifar
„Þetta er held ég stærsta hlutverkið sem ég hef fengið, það var rosalega skemmtilegt að taka þátt í þessu," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem fer með eitt aðalhlutverkið í nýju tónlistarmyndbandi hjá búlgarska söngvaranum Diamante.

Myndbandið var frumsýnt fyrir nokkrum dögum en þar lætur Ásdís Rán ljós sitt skína í mjög kynþokkafullu hlutverki. Diamante er eitt stærsta nafnið í þessum geira í Austur-Evrópu. „Hann er mjög þekktur og þetta lag var í fyrsta sæti á RnB-tónlistarlista í Búlgaríu," segir Ásdís Rán í samtali við Vísi í kvöld en upptökur fóru fram fyrr á þessu ári.

Myndbandið fer svo í spilun á tónlistarstöðinni MTV í Austur-Evrópu á næstu dögum. „Hann er mjög stór á þeim markaði." Ásdís Rán segist fá annað slagið tilboð um að leika í tónlistarmyndböndum en hún hafi ekki sérstaklega mikinn áhuga á því. „Það fer samt svolítið eftir tilboðunum sem maður fær."

Myndbandið er hægt að sjá í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×