Innlent

Samskiptin við ESB rædd með utanríkisráðherra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Þór Sigurðsson er utanríkisráðherra.
Árni Þór Sigurðsson er utanríkisráðherra.
Utanríkismálanefnd mun hitta Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fljótlega til að fara yfir pólitísk samskipti við Evrópusambandið. Ástandið er þátttaka framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Icesavemálinu gegn Íslandi og fleiri atriði sem komið hafa upp.

Aðspurður segist Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, að ekki hafi reynt á það hvort skoðanamunur sé á milli stjórnarflokkanna um það hvernig bregðast eigi við ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að taka þátt í málaferlunum gegn Íslandi. „Það á eftir að reyna á það. Menn hafa ekkert farið yfir það í neinni alvöru. Þetta var reifað á fundi utanríkismálanefndar og menn hafa verið að tjá sig um það í fjölmiðlum og gert það með mismunandi hætti eins og gengur. En það á alveg eftir að reyna á það hvort menn verða samstíga þegar kemur að, og ef það kemur að, einhverjum formlegum pólitískum viðbrögðum," segir Árni Þór. Nefndin þurfi að ræða fleira í samskiptum Íslendinga við Evrópusambandið, svo sem deiluna um makrílinn og hugmyndir um að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna hennar. „Það er full ástæða til að fara yfir samskipti okkar við Evrópusambandið án þess að hrapa að ályktunum," segir Árni Þór.

Árni Þór mun senda utanríkisráðherra bréf á morgun þar sem koma fram athugasemdir um að ráðherra hafi ekki haft samband við utanríkismálanefnd vegna þeirra ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að taka beinan þátt í málaferlunum gegn Íslandi. Það verði að gæta að því í framtíðinni að það verði gott samband á milli og tímanlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×