Tveir kært Hornafjörð vegna hreindýradrápa Erla Hlynsdóttir skrifar 13. apríl 2012 19:21 Tveir dýraverndunarsinnar hafa kært sveitarfélag Hornafjarðar fyrir meint brot á lögum um dýravernd og girðingarlögum. Fjöldi hreindýra hefur drepist í sveitarfélaginu eftir að hafa flækst í girðingarvír. Fréttastofa fjallaði ítarlega um það í vetur þegar fimm hreindýr drápust eftir að hafa flækt sig í girðingarvír í Flatey á Mýrum. Eitt dýranna þurfti að aflífa eftir að það var fast við dautt dýr á hornunum í nokkra daga og gat ekki nærst. Hópur, skipaður fulltrúum Samtaka lífrænna neytenda meðal annarra, fór þá á svæðið til að ræða við bændur og hreinsa upp flæktan girðingavír. Kærendurnir, Árni Stefán Árnason og Óskar H. Valtýsson, voru í þessum hópi. Þeir lögðu kæruna fram til lögreglustjórans á Eskifirði í gær, en auk þess að kæra sveitarfélag Hornafjarðar, kæra þeir bónda á svæðinu og fyrirtækið Lífsval sem þarna á land. Kærendur líta svo á að brot á girðingarlögum hafi leitt til brota á lögum um dýravernd. Þannig felist meint brot bóndans og Lífsvals í því að þau hafi sinnt viðhaldi á girðingum, og meint brot sveitarfélagsins í að það hafi ekki látið fjarlægja ónýtar girðingar. Enginn þeirra kærðu hafði fengið kæruna í hendur þegar fréttastofa náði tali af þeim í dag. Talsmaður Lífsvals sagði í samtali við fréttastofu að kæran kæmi mjög á óvart enda væru nú engar ónýtar girðingar í landi fyrirtækisins. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Tveir dýraverndunarsinnar hafa kært sveitarfélag Hornafjarðar fyrir meint brot á lögum um dýravernd og girðingarlögum. Fjöldi hreindýra hefur drepist í sveitarfélaginu eftir að hafa flækst í girðingarvír. Fréttastofa fjallaði ítarlega um það í vetur þegar fimm hreindýr drápust eftir að hafa flækt sig í girðingarvír í Flatey á Mýrum. Eitt dýranna þurfti að aflífa eftir að það var fast við dautt dýr á hornunum í nokkra daga og gat ekki nærst. Hópur, skipaður fulltrúum Samtaka lífrænna neytenda meðal annarra, fór þá á svæðið til að ræða við bændur og hreinsa upp flæktan girðingavír. Kærendurnir, Árni Stefán Árnason og Óskar H. Valtýsson, voru í þessum hópi. Þeir lögðu kæruna fram til lögreglustjórans á Eskifirði í gær, en auk þess að kæra sveitarfélag Hornafjarðar, kæra þeir bónda á svæðinu og fyrirtækið Lífsval sem þarna á land. Kærendur líta svo á að brot á girðingarlögum hafi leitt til brota á lögum um dýravernd. Þannig felist meint brot bóndans og Lífsvals í því að þau hafi sinnt viðhaldi á girðingum, og meint brot sveitarfélagsins í að það hafi ekki látið fjarlægja ónýtar girðingar. Enginn þeirra kærðu hafði fengið kæruna í hendur þegar fréttastofa náði tali af þeim í dag. Talsmaður Lífsvals sagði í samtali við fréttastofu að kæran kæmi mjög á óvart enda væru nú engar ónýtar girðingar í landi fyrirtækisins.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira