Innlent

Efla vitund um kosti lífrænnar framleiðslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekki er víst hvort þessar papríkur séu lífrænt ræktaðar eða ekki.
Ekki er víst hvort þessar papríkur séu lífrænt ræktaðar eða ekki.
Efla þarf vitund almennings um kosti lífrænnar ræktunar og afurða hennar, segir í áætlun Samtaka lífrænna neytenda um mótun stefnu um lífræna framleiðslu.

Í áætluninni eru nefndir nokkrir möguleikar um það hvernig hægt er að auka vitund almennngs á þessu sviði. Það sé til dæmis hægt að gera í skólakerfinu, í gegnum umhverfisfræðslu og heimilisfræðslu auk almennrar kynningar í fjölmiðlum.

Aðalfundur Samtaka lífrænna neytenda var haldinn í dag, en þar var þessi áætlun kynnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×