Innlent

Tími nagladekkja liðinn

KK skrifar
Vorið er farið að láta á sér kræla og við minnum lesendur á að frá og með deginum í dag er bannað að aka á nagladekkjum. Minnt er á að nú ber að greiða 5 þúsund krónur í sekt fyrir hvert nagladekk og ónothæf dekk, og því betra að gera bragabót í þessum efnum hið fyrsta. Umferðarstofa vill benda á að það hafa orðið alvarleg umferðarslys sem rekja má m.a. til lélegs dekkjabúnaðar. Þá má benda á að Alþýðusamband Ísland gerði fyrir skemmstu verðkönnun á dekkjum en hana má kynna sér á vefnum asi.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×