Innlent

Páll Óskar vekur athygli á neyðinni á Sahel-svæðinu

Neyð barna á Sahel-svæðinu er gríðarleg og UNICEF stendur nú yfir neyðarsöfnun. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur unnið öflugt sjálfboðastarf fyrir UNICEF og leggur sitt af mörkum til að vekja athygli Íslendinga á neyðinni. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Pál Óskar tala um ástandið þar, en framleiðslufyrirtækið Pegasus gerði myndbandið með Palla en allir sem komu að gerð þess gáfu vinnuna sína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×