Innlent

Flugstöðin er 25 ára

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar. mynd/ hilmar bragi.
Tuttugu og fimm ár eru liðin í dag frá því Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli var vígð og var afmælinu fagnað í gær. Meðal gesta voru ýmsir fyrrverandi og núverandi forráðamenn stöðvarinnar og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem er æðsti yfirmaður samgöngumála á landinu.

Í framhaldi af afmælishaldinu var því einnig fagnað að Keflavíkurflugvöllur hefði nýverið fengið viðurkenningu fyrir að veita besta þjónustu evrópskra flugvalla með farþegafjölda undir tveimur milljónum á ári. Var þetta niðurstaða könnunar alþjóðasamtaka flugvalla, Airports Council International.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×