Innlent

Líkamsárás við Bæjarins bestu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Ráðist var á mann við Bæjarins Bestu í Tryggvagötu rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Árásarmaðurinn var handtekinn og verður vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Sá sem varð fyrir árásinni slasaðist ekki alvarlega, en er líklega með brotna tönn.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir ölvun við akstur, annar í Hamraborg í Kópavogi en hinn á Reykjanesbraut við Molduhraun. Sá sem var stöðvaður við Hamraborg hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Hinn ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×