Innlent

List án landamæra sett í vikunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona er kynnir á hátíðinni.
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona er kynnir á hátíðinni.
Það verður mikið um að vera víðast hvar um landið frá og með næsta miðvikudegi en þá verður hátíðin List án landamæra sett. Á dagskrá verða fjölmargir skapandi og skemmtilegir viðburðir. Meðal annars mun Bjöllukórinn úr Tónstofu Valgerðar troða upp í Hörpu og Leikfélag Sólheima mun sýna Kardimommubæinn að Sólheimum.

List án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að allskonar list með frábærri útkomu. Markmiðið er að skapa auðugra samfélags og auka skilning manna á milli.

Aðilar að hátíðinni eru Landssamtökin Þroskahjálp, Hitt húsið, Átak - félag fólks með þroskahömlun, Fjölmennt, Öryrkjabandalag Íslands, Bandalag íslenskra listamanna og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Hátíðin er sett í Ráðhúsi Reykjavíkur og kynnar verða Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona og leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×