Innlent

Tveir fluttir á slysa­deild eftir slys við Hval­fjarðargöng

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Jón Ísak Ragnarsson skrifa
Slysið varð við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Þjóðvegar 1.
Slysið varð við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Þjóðvegar 1. Vísir/Aðsend

Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á Landspítalann eftir umferðarslys á fjórða tímanum við á gatnamótum Hvalfjarðarvegar og Þjóðvegar 1 við Hvalfjarðargöng í dag. 

Þetta staðfestir Grétar Stefánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Flutningabíll og fólksbíll skullu saman á fjórða tímanum og var lokað fyrir umferð um göngin á meðan vinna stóð yfir á vettvangi.

Ekki liggur fyrir hvort um alvarlega áverka sé að ræða hjá þeim sem fluttir voru á slysadeild.

Að sögn Grétars eru miklar skemmdir á fólksbílnum, en í bókun lögreglunnar komi ekki fram hversu margir hafi verið í bílnum.

Mikil röð myndaðist vestan ganganna á meðan akandi biðu eftir að göngin yrðu opnuð á ný.Aðsend

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×