Innlent

Unga fólkið líklegra til úrskráningar

Hallgrímskirkja 352 skráðu sig úr Þjóðkirkjunni á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Hallgrímskirkja 352 skráðu sig úr Þjóðkirkjunni á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fréttablaðið/Stefán
352 gengu úr Þjóðkirkjunni fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Þar af skráðu 166 sig í annað trúfélag en 186 skráðu sig utan trúfélaga. Í samantekt Þjóðskrár kemur fram að af þessum 352 einstaklingum eru 269 fæddir árið 1976 eða síðar.

Á sama tíma hafa aðeins 37 manns úr öðrum trúfélögum eða utan trúfélaga skráð sig í Þjóðkirkjuna.

112 skráðu sig í einhverja af þremur fríkirkjum landsins á þessu tímabili, Fríkirkjuna í Reykjavík, Óháða söfnuðinn í Reykjavík eða Fríkirkjuna í Hafnarfirði, en 23 skráðu sig úr þeim.

Alls skráðu 207 sig utan trúfélaga á fyrsta ársfjórðungi, en 39 sem áður höfðu staðið utan trúfélaga skráðu sig í eitthvað trúfélag.

Alls sögðu 8268 sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. desember árið 2009 til loka síðasta árs.

Flestar úrsagnir úr Þjóðkirkjunni á einum mánuði voru í ágúst 2010 þegar um tvö þúsund manns skráðu sig úr henni.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×