Innlent

Gagnrýna borgaryfirvöld fyrir að samþykkja frestun framkvæmda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Hanna Birna Kristjánsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna harðlega að meirihluti borgarstjórnar ætli að undirrita samkomulag við ríkisvaldið sem felur í sér frestun mikilvægra vegaframkvæmda í Reykjavík. Þar ber hæst Sundabraut, lausnir við mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut, göng undir Öskjuhlíð og margar aðrar brýnar samgöngubætur sem borgarbúar hafa beðið eftir til margra ára. Samkvæmt því samkomulagi sem nú liggur fyrir verður þessum brýnu framkvæmdum frestað í minnst 10 ár.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir meirihlutann fyrir að hafa ekki staðið vörð um hagsmuni Reykjavíkur og Reykvíkinga í þessum ákvörðunum og að hafa greitt alltof hátt verð fyrir samkomulag um eflingu almenningssamgangna.

„Á fundi borgarstjórnar næsta þriðjudag verður lagt fram til afgreiðslu samkomulag við ríkisvaldið um það sem kallað hefur verið ,,samkomulag um eflingu almenningssamganga", þar sem auknu fjármagni ríkisvaldsins til þess málaflokks er ráðstafað. Minna hefur hins vegar verið gert úr þeim mikla kostnaði sem Reykjavík ber af þessu samkomulagi, þar sem í fylgiskjali með samkomulaginu er ákveðið að fresta mörgum lykilframkvæmdum í samgöngumálum borgarbúa. Það er óásættanlegt og í engu samræmi við þá forgangsröðun framkvæmda í samgöngumálum sem borgin hefur lagt áherslu á," segir Hanna Birna í yfirlýsingu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×