Innlent

Linda: Háværustu þrumur sem ég hef heyrt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Linda var stödd í Tælandi ásamt dóttur sinni þegar jarðskjálftinn reið yfir.
Linda var stödd í Tælandi ásamt dóttur sinni þegar jarðskjálftinn reið yfir. Myndin birtist á vef Baðhússins.
Þær voru yfirþyrmandi þrumurnar og eldingarnar sem dundu yfir Tælandi eftir að jarðskjálftinn reið yfir í Indónesíu í síðustu viku. Skjálftinn var 8,7 stig á Richterskvarða og síðar varð annar skjálfti sem var 8,2 að stærð.

Linda Pétursdóttir fegurðardrottning var stödd í Tælandi þegar þetta var og þurfti hún að flýja í var með Ísabellu, dóttur sína, þegar óttinn um að flóðbylgja myndi ríða yfir var sem mestur. „Mikil hræðsla og geðshræring ríkti og viðurkenni ég að þetta voru erfiðir 5-6 klukkutímar þar sem við biðum, í rafmagnsleysi við hljóma ofan af himnum sem voru þær háværustu þrumur og eldingar sem ég hef nokkru sinni heyrt. Engar fréttir bárust í langan tíma en Ísabella lék sér með vasaljós og reyndi að fylgjast með öpum sem voru allt um kring í klettunum eða einstaka lítilli eðlu á vappi. Aparnir eru sætir og koma flesta morgna á svalirnar hjá okkur í von um að ná að stela einhverju góðgæti," sagði Linda á vefsíðu sinni.

„Blessunarlega fór betur en á horfði og ég er óendanlega þakklát þeim sem öllu ræður," sagði Linda í bloggfærslu á fimmtudaginn og tók fram að hún hlakkaði til að hitta vini sína og samstarfsfólk í Baðhúsinu.

Hér má sjá myndskeið sem Linda tók þegar búist var við því að flóðbylgjan myndi skella á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×