Erlent

Reyndur bavíani þekkir 300 orð

Tóku þátt Bavíanarnir í rannsókninni réðu því sjálfir hvort og hvenær þeir tóku þátt, og lögðu sig því alla fram.
Tóku þátt Bavíanarnir í rannsókninni réðu því sjálfir hvort og hvenær þeir tóku þátt, og lögðu sig því alla fram. Fréttablaðið/AP
Bavíanar geta lært að þekkja orð með allt að fjórum stöfum frá fjögurra stafa stafarugli, þó þeir viti ekki hvað orðin þýða. Hæfileikaríkasti bavíaninn í nýrri rannsókn þekkir um 300 orð.

Rannsóknin var gerð á tilraunastofu, og tók hópur bavíana þátt. Aparnir voru ekki neyddir til þátttöku, heldur gátu þeir sjálfir ákveðið hvort og hvenær þeir vildu leysa þrautir.

Tíu snertiskjám var komið fyrir á svæði apanna, sem þeir gátu skoðað þegar þeim hentaði.

Á skjánum birtist fjögurra stafa orð. Bavíanarnir áttu svo að segja til um hvort stafirnir fjórir mynduðu raunverulegt orð, eða hvort þeir væru stafabrengl. Þegar þeir svöruðu rétt fengu þeir verðlaun.

Bavíanarnir lærðu smátt og smátt að þekkja orðin. Þeir urðu sífellt betri í að ákvarða hvað var orð og hvað var stafabrengl.

Reyndasti bavíaninn þekkir nú um 300 orð, en aðrir færri. Vísindamennirnir sem standa að rannsókninni segja ekki koma á óvart að gáfnafar apanna sé misjafnt, alveg eins og meðal mannfólksins. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×