Erlent

Cameron vill aflétta þvingunum

David Cameron fundaði einslega með Aung San Suu Kyi, stjórnarandstöðuleiðtoganum sem nýlega var kosinn á þing, á heimili hennar í gær.
David Cameron fundaði einslega með Aung San Suu Kyi, stjórnarandstöðuleiðtoganum sem nýlega var kosinn á þing, á heimili hennar í gær. fréttablaðið/ap
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, vill að Evrópusambandið hætti efnahagslegum þvingunum á Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar. Þetta sagði Cameron í gær, en hann er staddur í landinu.

Cameron fundaði bæði með forseta landsins, Thein Sein, og stjórnarandstöðuleiðtoganum Aung San Suu Kyi. Hann sagði eftir fund sinn með forsetanum að það væru merki um breytingar í landinu og rétt væri að bregðast við þessum breytingum. Því væri rétt að draga úr efnahagslegum þvingunum, en það ætti þó ekki við um vopnasölubann sem er í gildi. Cameron talaði aðeins um að létta þvingunum en ekki afnema þær alveg. Suu Kyi segist styðja þessa nálgun á málin. Þannig sé hægt að koma þvingunum á aftur auðveldlega ef þörf krefur.

„Við vitum að enn þarf að gera mjörg margt og forsetinn sjálfur hefur viðurkennt það að meiri breytinga sé þörf. Hið rétta í stöðunni er að umheimurinn hvetji til breytinganna og hafi trú á því að friðsamlegar framfarir í átt að lýðræði geti átt sér stað,“ sagði Cameron.

Evrópusambandið mun ræða um efnahagsþvinganirnar þann 23. apríl næstkomandi. Ef samþykkt verður að hætta þeim mun sambandið líklega þrýsta á Bandaríkin að gera slíkt hið sama. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×