Innlent

Jón Kaldal yfirgefur Fréttatímann

Jón Kaldal lætur af starfi sem ritstjóri Fréttatímans.
Jón Kaldal lætur af starfi sem ritstjóri Fréttatímans.
Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, hefur selt hlut sinn í blaðinu. Kaupendur eru aðrir hluthafar. Jón hefur í kjölfar þessara viðskipta látið af starfi ritstjóra.

Eftir breytinguna eru hluthafar Fréttatímans þeir Teitur Jónasson, Valdimar Birgisson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Jónas Haraldsson og Haraldur Jónasson.

Jónas Haraldsson tekur við ritstjórastarfinu. Jónas er einn af stofnendum Fréttatímans og hefur verið ritstjórnarfulltrúi. Hann hefur reynslu til áratuga sem blaðamaður, frétta- og ritstjóri.

Jafnframt hefur Sigríður Dögg Auðunsdóttir verið ráðin blaðamaður á ritstjórn Fréttatímans. Hún hefur mikla reynslu og meðal annars verið verðlaunuð af Blaðamannafélagi Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×