Fleiri fréttir

Hafís við Hornbjarg

Hafís sást við Hornbjarg þegar þyrla Landhelgisgæslan var á eftirlitsflugi klukkan eitt í dag. Hafísinn liggur frá Óðinsboða að Hornbjargi. Nokkur þoka er á svæðinu og lélegt skyggni. Sjómenn sem leið eiga um svæðið eru því beðnir um að gæta ítrustu varúðar.

VG: Ráðning Davíðs skólabókardæmi um misnotkun

Ráðning Davíðs Oddssonar og Haralds Johannessen sem ritstjórar Morgunblaðsins og sviptingar í mannahaldi eru skólabókardæmi um að fjölmiðlum sé nú grímulaust beitt sem áróðurstækjum eigenda sinna. Þetta er kemur fram í ályktun sem flokksráð Vinstri grænna samþykkti á fundi sínum á Akureyri í dag en þar er þungum áhyggjum lýst af stöðu fjölmiðla á Íslandi.

Ráðherrar berjist gegn ESB-aðild

Flokksráð Vinstri grænna ítrekar andstöðu flokksins við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að nú hafi verið sótt um aðild að sambandinu, er það eindreginn vilji flokksráðs að Ísland haldi áfram að vera sjálfstætt ríki utan Evrópusambandsins.

Össur hitti aðstandendur björgunarmanna

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, heimsótti í dag höfuðstöðvar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Skógarhlíð en þar hefur verið unnið allann sólarhringinn frá því jarðskjálftinn reið yfir Haítí. Þar hitti ráðherrann meðal annars aðstandendur björgunarmanna.

Fjölmenni á kröfufundi

Ríflega 300 manns eru samankomnir á Austurvelli vegna kröfufundar Hagsmunasamtaka heimilanna og samtakanna Nýtt Ísland. Þar er okurlánastarfsemi og blekkingum bankanna mótmælt. Þetta er sjötti sameiginlegi kröfufundur nýs Íslands og Hagsmunasamtaka heimilanna í vetur.

Íslendingarnir njóta verndar friðargæsluliða

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin mun í dag vinna í rústum St. James hótelsins í Port au Prince á Haiti. Mun sveitin vinna að þessu verkefni með spænskri björgunarsveit með leitarhunda og undir vernd indverskra friðargæsluliða en talið er að það muni taka allan daginn, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar segir að líkurnar á því að finna einhvern á lífi séu því miður ekki miklar þar sem langt er síðan jarðskjálftinn reið yfir. Í hamförum sem þessum sé flestum bjargað á fyrstu 48 klukkutímunum.

Óttast um öryggi almennra borgara

Óttast er um öryggi almennra borgara í Port au Prince höfuðborg Haítí. Þegar rúmir fjórir dagar eru síðan að harður jarðskjálfti skók landið hafa ýmis vandamál líkt skemmdir á vegum orðið til að erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargöngum til þurfandi íbúa.

Réttarhöldum yfir Berlusconi frestað aftur

Réttarhöldum yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur enn á ný verið frestað og nú til febrúarloka. Í fyrstu stóð til að forsætisráðherrann kæmi fyrir dóm í nóvember vegna áskana í spillingarmáli.

Gagnaverið skapar 100 störf

Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, segir að á bilinu 80 til 120 manns fái við vinnu við uppbyggingu gagnavers Verne Holdings í Reykjanes á sjö ára byggingartíma og að um 100 störf skapist við rekstur gagnaversins þegar það er fullbúið. Verðmæti uppbyggingarinnar sé tæpir 90 milljarðar króna.

Útvarp Saga styður Júlíus Vífil

Útvarp Saga hefur lýst yfir stuðningi við borgarfulltrúann Júlíus Vífil Ingvarsson í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík en prófkjörið fer fram um næstu helgi.

Katrín: Ekki til marks um óánægju innan VG

Flokksráðsfundur Vinstri grænna stendur yfir á Akureyrir en um 120 manns sitja fundinn. Rúmlega 40 ályktanir hafa verið lagðar fram þar á meðal ályktun um að samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði hætt og að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Varaformaður flokksins segir þær ekki til marks um óánægju innan VG

Samstaða í Icesave málinu fagnaðarefni

Stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna fagnar því að samstaða virðist vera nást meðal stjórnmálaflokka um afstöðu gagnvart viðsemjendum Íslands í Icesave málinu. Ekki þurfi að fjölyrða um mikilvægi þess að Ísland hafi eina rödd í málinu og að óvissu í kringum málið linni sem allra fyrst.

Ætlar ekki að færa flokkinn til vinstri

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, segir Verkamannaflokkinn eiga að vera flokk millistéttarinnar. Hann ætlar ekki að svara kalli grasrótarinnar og færa flokkinn meira til vinstri fyrir kosningar.

Hafa ekki gefið upp vonina að finna fólk á lífi

Vonir eru bundnar við að fólk finnist enn á lífi í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum á Haítí í vikunni. Íslenska björgunarsveitin sem verið hefur að störfum í Port au Prince, höfuðborg landsins, síðustu tvo daga heldur áfram leit sinni í dag.

Sjö milljónir í neyðaraðstoð á Haítí

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita um sjö milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Þörf er á umfangsmikilli neyðar- og mannúðaraðstoð til handa öllum þeim mannfjölda, sem nú býr við mikla neyð, matarskort, lyfjaskort og skort á húsaskjóli í kjölfar jarðskjálftans á Haítí fyrr í vikunni.

Jóhanna hóflega bjartsýn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er hóflega bjartsýn á að hægt verði að ná betri samningi við Breta og Hollendinga um Icesave. Ríkisstjórnin vonast eftir svari frá Bretum og Hollendingum á næstu dögum um hvort hægt verði að ganga til samningaviðræðna á ný.

Sýna björgunarsveitinni vinsemd

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er nú að rísa úr rekkju á Haítí en þar er klukkan að verða sjö að morgni. Íslendingarnir eru vel stemmdir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki er þó enn ljóst hver þau eru.

Kröfufundur á Austurvelli

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýja Ísland efna til kröfufundar á Austurvelli í dag. Þar verður okurlánastarfsemi og blekkingum bankanna mótmælt, að fram kemur í tilkynningu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Guðrún Dadda Ásmundardóttir, stjórnarkona í Hagmunasamtökum heimilanna, munu taka til máls.

Stöðugildum á Landspítalanum fækkaði um 70

Launakostnaður Landspítalans á síðasta ári nam 26.680 milljónum króna sem er rúmlega 1% yfir áætlun. Björn Zoëga, forstjóri spítalans, segir að hlutfallið hafi verið 5% í ágúst og það hafi leitt til róttækra sparnaðaraðgerða sem voru kynntar í september.

Auglýst eftir nýjum forstjóra Útlendingastofnunar

Embætti forstjóra Útlendingastofnunar hefur verið auglýst laust til umsóknar. Hildur Dungal hefur beðist lausnar sem forstjóri stofnunnar frá 1. apríl næstkomandi, en hún hefur verið í leyfi frá störfum því í júní 2008. Hún gefur kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi sem fram í næsta mánuði vegna komandi bæjarstjórnarkosninga.

Frambjóðendur í Reykjavík kynntir

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking kynna í dag þá frambjóðendur sem gefa kost á sér á lista flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar rennur út á hádegi í dag.

Vonast eftir svari frá Bretum og Hollendingum á næstu dögum

Ríkisstjórnin vonast eftir svari frá Bretum og Hollendingum á næstu dögum um hvort hægt verði að hefja nýjar samningaviðræður um Icesave. Þreifingar þessa efnis hafa staðið yfir á milli landanna síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði Icesave lögunum staðfestingar í síðustu viku.

Enn er vitað um fólk á lífi

Enn er vitað um fólk á lífi í rústum húsa á Haíti. Félagar í íslensku rústabjörgunarsveitinni unnu fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Með þeim voru friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum því mjög er óttast um öryggi hjálparstarfsmanna.

Flokksráðsfundur á Akureyri

Flokksráðsfundur Vinstri grænna stendur nú yfir á Akureyri en um 120 manns sitja fundinn. Rúmlega fjörtíu ályktanir hafa verið lagðar fram fundinum þar á meðal ályktun um að samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði hætt og aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Kosið verður um ályktanir eftir hádegi en fundinum lýkur um klukkan þrjú.

Enn hægt að fá miða

Það er orðinn árviss viðburður, að framvarðarsveit íslenskrar popptónlistar komi saman við áramót í Háskólabíói við Hagatorg og troði upp til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Árið í ár er engin undantekning og hefur dagskráin sjaldan eða aldrei verið eins glæsileg, að mati Einars Bárðarsonar sem stendur fyrir tónleikunum sem fara fram síðar í adg.

Skíðasvæði opin

Þó lítið fari fyrir snjónum sunnan heiða eru flest skíðasvæði á Norðurlandi eru opin í dag. Skíðasvæðið Akureyringa í Hlíðafjalli er opið til fjögur, þar er fremur hægur vindur og eins stigs hiti. Þá er skíðasvæðið á Siglufirði einnig opið og skíðasvæði Dalvíkinga í Boggvisstaðafjalli svo og skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastól.

Á ofsahraða undir áhrifum

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn rétt fyrir miðnætti í gær fyrir að hafa ekið á 160 kílómetra hraða á Hellisheiði en þar er 90 kílómetra hámarkshraði. Hann var jafnframt undir áhrifum áfengis. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var maðurinn færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Bílvelta skammt frá Akureyri

Bifreið valt á hringveginum við Sveinbjarnargerði austan við Akureyri á áttunda tímanum í gærkvöldi. Fólksbifreið og jepplingur lentu saman með þeim afleiðingum að fólksbifreiðin valt og hafnaði utanvegar. Fjórir voru í bifreiðinni og eru meiðsl þeirra ekki alvarleg, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Fólkið var þó flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar.

Unnið að sendingu átta fanga úr landi

Í fangelsum hér á landi sitja í dag ellefu erlendir fangar með þyngri dóm en tveggja ára fangelsi. Tveir þeirra eru í flutningsmeðferð til afplánunar í föðurlandi sínu og sex til viðbótar í brottvísunarferli hjá

Undir niðri þrýstir kvika

„Frá 950 og til um 1350, fyrir mjög stuttu síðan, var mikið um gos á Reykjanesskaganum allt frá Hellisheiði og vestur um,“ segir Ragnar Stefánsson prófessor í jarðvárfræðum við Háskólann á Akureyri.

Teikn eru á lofti um aukinn vanda barna

„Í barnaverndinni eru greinileg merki þess að eitthvað er að gerast. Það er óróleiki, fleiri tilkynningar og meira álag,“ sagði Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL), á árlegri ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga í gær.

Gengur hraðar en í Indónesíu

Þórir Guðmundsson, deildar­stjóri Alþjóðadeildar Rauða kross Íslands, RKÍ, segir að þrátt fyrir að mörgum þyki hjálparstarf á Haítí fara seint af stað þá gangi það hraðar fyrir sig en eftir hamfaraflóðin í Búrma árið 2008 og í

Ekki hægt að safna upp skuldum

Fyrirtækið Kredia, sem veitir svokölluð sms-smálán, rekur ábyrga lánastarfsemi þar sem fólk getur ekki safnað upp skuldum, segir Leifur A. Haraldsson, framkvæmdastjóri Kredia.

Vinkonur tóku öll verðlaunin

Vinkonurnar Anna Ingólfs­dóttir og Elísabet Brynhildardóttir áttu saman þær tillögur sem lentu í þremur efstu sætum í forsíðusamkeppni Símaskrárinnar. Þema keppninnar var „Ísland í jákvæðu ljósi.“

Skikka má foreldri til umgengni

Nefnd dóms- og mannréttindamálaráðherra leggur til margvíslegar breytingar á lögum sem lúta að forsjá barna, búsetu og umgengni. Nefndin skilaði frumvarpi og greinargerð til Rögnu Árnadóttur ráðherra á þriðjudag. Nefndin var skipuð í desember 2008.

Gefur kraft að finna stuðning frá Íslandi

„Menn eru mjög ánægðir í svona leiðangri ef þeir ná að bjarga einum. Þannig að við erum mjög ánægðir með þann árangur sem við höfum náð nú þegar,“ sagði Lárus Björnsson, fjarskiptamaður hjá íslensku Alþjóðasveitinni í gær.

Frestur lengdur um eina viku

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur framlengt frest sem sveitarfélag Álftaness fékk til að koma skikk á fjármál sín um eina viku. Í desember fengu Álftnesingar frest til 20. janúar til þessa en þurfa nú ekki að skila áætlun sinni fyrr en 27. janúar. „Við vinnum í þessu af krafti.

Getum dregið úr neyðinni á Haítí

Fjörutíu og sex börn í barnaþorpi SOS í Santo rétt utan við Port-au-Prince á Haíti eiga stuðningsforeldra á Íslandi. Þau sluppu öll heil á húfi frá jarðskjálftanum á þriðjudagskvöld, að sögn Ragnars Schram, hjá SOS á Íslandi.

Sjaldan verið kaldara í Danmörku

Ef fer sem horfir gæti janúarmánuður orðið sá tíundi kaldasti sem Danir hafa upplifað frá því að hitamælingar hófust þar í landi árið 1874.

Gáfu út nýjar myndir af Osama Bin Laden

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur sent út tölvubreyttar myndir sem sýna hvernig líklegt er að Osama Bin Laden líti út í dag, þegar hann er 52 ára gamall.

Vinur Eldu á lífi í Haítí

Elda Þórisson Faurelien, sem kom hingað frá Haííti fyrir fjórum árum, hefur fengið fréttir af einum vini sínum, að sögn Methúsalems Þórissonar, eiginmanns hennar.

150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju

Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag.

Eldur kviknaði í bílskúr á Álftanesi

Eldur kviknaði í bílskúr á Álftanesi um hádegisbil í dag. Slökkviliðsmenn voru fljótir að mæta á staðinn og slökktu áður en stórtjón hlaust af.

Íslendingur hlaut Michelin stjörnuna

Veitingahúsið Texture í London, sem er í eigu kokksins Agnars Sverrissonar og franska vínþjónsins Xavier Rousset, hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá stjörnu í veitingaúsahandbók Michelin, sem þykir einn mesti heiður sem hægt er að hljóta í veitingabransanum.

Sjá næstu 50 fréttir