Fleiri fréttir Ríkið þarf að greiða skaðabætur fyrir ólögmæta handtöku Íslenska ríkið var dæmt í morgun til þess að greiða karlmanni af erlendum uppruna 300 þúsund krónur í skaðabætur fyrir ólögmæta handtöku. Maðurinn er einn af tólf mönnum sem var handtekinn í október 2008 sem áttu að hafa tengst alvarlegri líkamsárás á tvo lögregluþjóna. Lögregluþjónarnir bönkuðu á dyr íbúðar í Hraunbæ í Reykjavík þar sem kvartanir höfðu borist vegna hávaða. 15.1.2010 13:47 Þótti ekki við hæfi að fulltrúi FME færi fyrir hollenska þingnefnd Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir það rétt að stjórnarformaður FME hafi neitað að koma fyrir hollenska þingnefnd um orsakir fjármálakreppunnar eins og hollenska blaðið Volksrant greinir frá í dag. 15.1.2010 13:38 Ætla að vekja þingmenn á laugardaginn Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland hvetja fólk enn á ný til að fjölmenna á Austurvöll á laugardaginn 16. janúar klukkan þrjú þar sem þar sem Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi frá Akranesi og Guðrún Dadda Ásmundardóttir, stjórnarkona í HH munu taka til máls auk Birkis Högnasonar formanni ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands. 15.1.2010 13:11 Gríðarlega stór trjástafli á Grundartanga Við járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga stendur nú gríðarlega stór timburstafli. 15.1.2010 12:33 Kannað hvort Bretar og Hollendingar vilji semja að nýju Ríkisstjórnin kannar hvort Bretar og Hollendingar séu tilbúnir að setjast að samningaborðinu að nýju í Icesave málinu. Fjármálaráðherra segir of snemmt að spá fyrir um hvort slíkur vilji sé fyrir hendi. Forsætisráðherra fundar með stjórnarandstöðunni í dag til að ná þverpólitískri sátt í málinu. 15.1.2010 11:54 UNICEF á Íslandi safnar fyrir Haítí Lífsnauðsynleg hjálpargögn berast nú í stórum stíl til Haítí í gegnum birgðanet UNICEF og samstarfsstofnanna. Ástandið á vettvangi er hins vegar svo alvarlegt að hjálpargögnin ná vart að mæta hinni gríðarlegu þörf sem þar hefur skapast. Aukning á aðstoð er lífsnauðsynleg fyrir íbúa Haítí. Í tilkynningu frá UNICEF segir að lítið sem ekkert franboð sé af rennandi vatni á jarðskjálftasvæðunum eins og stendur, en skortur á ómenguðu rennandi vatni getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. „Þær afleiðingar bitna mest á börnunum og ber þá helst að nefna sjúkdóma eins og kóleru, taugaveiki, beinbrunasótt og malaríu.“ 15.1.2010 11:42 Líkum staflað hér og þar í Port au Prince Sameinuðu þjóðirnar segja að nóg sé komið af hjálparsveitum til Haítí enda er flugvöllurinn í Port au Prince yfirfullur af flugvélum. Því má segja að hjálparstarfið sé hafið af fullum krafti. 15.1.2010 11:39 Dorrit týnd á Indlandi - fór að versla og í heilsulind Lögreglan Í Mumbai á Indlandi varð heldur brugðið þegar Dorrit Moussaieff hvarf í sex klukkustundir án þess að gera vart við sig. Dorrit er stödd í Indlandi ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í opinberri heimsókn vegna afhendingar Nehrud verðlaunanna sem Ólafur Ragnar fékk afhent í gær. 15.1.2010 11:37 Hveragerði styrkir hjálparsamtök vegna Haítí Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær að styrkja Rauða Krossinn og Landsbjörg um 115.300 krónur á hvort félag, sem nemur um það 100 krónum á hvern íbúa bæjarins. Það var forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson, sem bar upp tillögu þess efnis sem hljóðaði svo: 15.1.2010 11:21 Sýknaður af kylfuárás en dæmdur fyrir að skella hurð á mann Karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir að hafa lamið mann í ágúst 2008 með kylfu í vinstri höndina hans þegar hann ók vegslóða sem hinn ákærði vildi meina að væri í einkaeign. 15.1.2010 11:11 Djákninn á Haítí: Svaf úti með ferðatösku sem kodda „Það er skrítið að upplifa von í augum íbúa í aðstæðum sem virðast vonlausar,“ skrifar djákninn Halldór Elías Guðmundsson sem er staddur á Haítí, þar sem hann hefur verið síðan jarðskjálftinn reið yfir á miðvikudaginn. Hann skrifaði stutta hugvekju á heimasíðuna tru.is og lýsir þar hrikalegu ástandi á Haítí. 15.1.2010 10:39 Sletti málningu á hús Hreiðars Más Málningu var slett á hús í eigu fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, Hreiðars Más Sigurðssonar í nótt. 15.1.2010 09:16 Með dóp og stolið mótorhjól Tveir ungir Karlmenn, urðu aðeins of seinir að kasta fíkniefnum út úr bíl sínum, þegar þeir urðu þess áskynja í gær, að lögreglan á Akureyri ætlaði að hafa afskipti af þeim. 15.1.2010 08:46 Dauðhræddir við drauga Skelfingu lostnir hælisleitendur í Þrændalögum í Noregi leituðu í gær til lögreglunnar vegna draugagangs í húsi sem þeim hafði verið fengið til íbúðar. 15.1.2010 08:34 Vegatálmar úr líkum á Haiti Þótt flugvöllurinn í Port au Prince sé nú yfirfullur af af flugvélum sem flytja hjálpargögn og björgunarsveitir er björgunarstarf ekki hafið að neinu marki. 15.1.2010 08:30 Ætluðu að jafna Jyllands-Posten við jörðu Islamskir hryðjuverkamenn ætluðu að jafna höfuðstöðvar danska blaðsins Jyllandsposten við jörðu vegna múhameðsteikninganna svokölluðu. 15.1.2010 08:15 Mikil óánægja með samninga Margar ástæður eru fyrir mikilli óánægju meðal íslensku þjóðarinnar með Icesave-samninginn, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í grein 15.1.2010 06:00 Veit ekki hvað bíður á áfangastað Hlín Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, hélt af stað til Haítí síðdegis í gær. Hlín kemur til með að gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins. 15.1.2010 06:00 Icesave á ekki að trufla ferlið „Umsóknin er á áætlun, ekkert hefur breyst hvað það varðar og engar vísbendingar komið fram um annað en að hún hafi sinn gang.“ Þetta segir Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. 15.1.2010 06:00 Segir Íslendinga styðja íbúa Haítí Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur sent samúðarkveðjur til forseta Haítí, René Préval. Í kveðjunni tjáði hann Préval stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla. 15.1.2010 06:00 Þriðjungur lækna í sérnámi segist ekki koma heim aftur Einungis þriðjungur ungra lækna sem eru í sérnámi erlendis er ákveðinn í því að snúa aftur til Íslands að loknu námi. Þetta gengur þvert á reynslu innan íslensku læknastéttarinnar þar sem mikill meirihluti lækna hefur löngum verið staðráðinn í að snúa aftur heim að námi loknu. Nýleg könnun á vegum Læknafélags Íslands gefur vísbendingar um þessa þróun. 15.1.2010 06:00 Ástandið í borginni skelfilegt Íslenska björgunarsveitin fann þrjár konur í rústum matvörumarkaðar í höfuðborg Haítí í gær. Þær eru allar á lífi. Sveitin var meðal fyrstu á svæðið. Friðargæsluliðar fylgja íslensku sveitinni við björgunarstörf. 15.1.2010 06:00 Segja hjálparbeiðni hafa verið hafnað Fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri Neyðarlínunnar og fyrrverandi lögregluþjónn fullyrða að starfsmaður Neyðarlínunnar hafi neitað að kalla til aðstoð sjúkrabíls og lögreglu eftir að eldri hjón veltu bifreið sinni austan við Hvolsvöll síðla mánudags. Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir aftur á móti að viðbrögð starfsmanns hafi verið samkvæmt verklagi og boðun í samræmi við eðli atburðarins. 15.1.2010 06:00 Mál nýrrar bankastjórnar „Vinna er enn í gangi. Við það er litlu að bæta,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um fjárhagslega endurskipulagningu eignarhaldsfélagsins 1998 ehf., móðurfélags Haga, gagnvart Arion banka. 15.1.2010 06:00 Guðs mildi að þau voru ekki inni á hótelinu Halldór Elías Guðmundsson var á gangi ásamt hópi skólafélaga um götur Jacmel á Haítí þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hann slapp ómeiddur en hluti hótelsins hrundi, þar á meðal herbergi Halldórs, að sögn Jennýjar Brynjarsdóttur, eiginkonu hans. 15.1.2010 05:00 Svartsýnin viðvarandi í ár Enginn stjórnandi í fjögur hundruð stærstu fyrirtækjum landsins telur aðstæður í íslensku efnahagslífi góðar um þessar mundir. Meirihluti þeirra, eða 92 prósent, telja aðstæðurnar slæmar og átta prósent telja þær hvorki góðar né slæmar. 15.1.2010 05:00 Þáðu far frá Haítí til Íslands Átta manns, sem lentu í jarðskjálftanum á Haítí, voru væntanlegir til Keflavíkurflugvallar í nótt. Þá var flugvél Icelandair, sem flutti íslensku rústabjörgunarsveitina til Haítí væntanleg heim á ný. Íslensk stjórnvöld buðu fram vélina til að ferja útlendinga frá Haítí. 15.1.2010 05:00 Gamla skattkerfið var gott Viðskiptaráð Íslands segir skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem tóku gildi um áramót illa ígrundaðar og hafi stjórnin átt að gefa sér betri tíma til að vinna þær og útfæra í stað þess að þrýsta þeim í gegnum þingið. 15.1.2010 04:00 Óheppilegt að boðið sé upp á ólík úrræði Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, vill að Arion og Landsbankinn fari að dæmi Íslandsbanka og bjóði öllum skuldurum fasteignalána höfuðstólsleiðréttingu. 15.1.2010 04:00 21 fallbyssuskoti hleypt af Forseti Indlands, Pratibha Patil, afhenti í gær Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, Nehru-verðlaunin fyrir árið 2007. Verðlaunin veita indversk stjórnvöld ár erlendum manni, sem talinn er stuðla að friði og skilningi þjóða á milli. Síðastur hlaut verðlaunin á undan forseta Íslands, Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu en áður hafa meðal annars hlotið þau Aung San Suu Kyi, Nelson Mandela og Yasser Arafat. 15.1.2010 04:00 Telur óeðlilega staðið að könnun í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi, býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í maí. Þar með fær Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri, keppinaut um leiðtogasætið á framboðslistanum. 15.1.2010 04:00 Forsetinn talar gegn skilningi stjórnvalda Fullkomið ósamræmi er í orðum Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og ráðherra í ríkisstjórn Íslands um hvað gerist verði lögum um breytingu á Icesave hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sagði við blaðamann Fréttablaðsins í síðustu viku að eldri lög yrðu þá í gildi. „Mér finnst skrýtið núna að þau [eldri lögin] séu ómerk og hafi í raun ekkert innihald.“ Þetta áréttaði hann við fréttaveituna Bloomberg í gær. 15.1.2010 03:30 Vilja að Danir og Svíar sendi tjöld fyrir björgunarmennina Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið Danmörku og Svíþjóð um að senda tjöld til að hýsa björgunarsveitamenn og aðra í Haítí. Þetta kemur fram á vef Danmarks Radio. 14.1.2010 23:12 Enn ekki fengið neinar fréttir af fólkinu sínu Elda Þórisson Faurelien hefur enn ekki fengið nokkrar fréttir af ástvinum sínum á Haítí eftir skjálftann í fyrradag. Hún fylgist grannt með á Netinu, á facebook og twitter, auk þess að fylgjast með fjölmiðlum. Methúsalem Þórisson, eiginmaður hennar, segir þó að hingað til hafi hvorki spurst til fjölskyldu né vina. 14.1.2010 21:00 Íslendingar björguðu tveimur konum Eins og greint var frá fyrr í dag björguðu íslenskir björgunarsveitamenn tveimur ungum konum úr húsi í Haítí í dag. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar mennirnir koma með konurnar úr húsinu. Myndin er send frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. 14.1.2010 19:45 Forsætisráðherra bjartsýn á nýjar Icesave viðræður Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er bjartsýn á að draga megi Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu vegna Icesave málsins. Þetta kom fram í seinni fréttum Ríkissjónvarpsins. Hún segir að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort Bretar og Hollendingar eru tilbúnir að samningaborðinu á nýjan leik, en það gæti dregist framyfir helgi. 14.1.2010 22:06 Syngur Rómeó og Júlíu til styrktar krabbameinssjúkum börnum Það verður blásið til stórveislu í Háskólabíói á laugardaginn þegar margir af helstu listamönnum þjóðarinnar koma fram tónleikum til stuðnings Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. 14.1.2010 21:31 Vikulangt gæsluvarðhald vegna meints fíkniefnasmygls Tveir karlmenn um fertugt voru í dag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að innflutningi á ætluðum fíkniefnum til landsins. 14.1.2010 20:35 Um 500 manns voru viðstaddir opnunarhátíð HR Um 500 manns komu saman í dag á opnunarhátíð Háskólans í Reykjavík við Menntaveg 1 í Nauthólsvík í dag. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri klipptu á borða og opnuðu þar með nýbyggingu HR með formlegum hætti. 14.1.2010 19:27 Oddvitar ríkisstjórnarinnar funda með leiðtogum stjórnarandstöðu Fundur formanna stjórnarandstöðuflokkanna með leiðtogum ríkisstjórnarinnar hófst um sexleytið í kvöld. 14.1.2010 18:25 Forsætisráðherra sendi framkvæmdastjóra AGS bréf Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi Dominique Strauss Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, 14.1.2010 17:15 Bandarísk útgáfa af Næturvaktinni í undirbúningi Alþjóðlega kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Reveille hefur fengið til liðs við sig Sony Pictures um að fjármagna og dreifa bandarískri útgáfu af Næturvaktinni þar sem allar helstu sögupersónar þáttanna og söguþráður yrðu staðfærður inn í bandarískt samfélag. 14.1.2010 18:07 Lamdi vinnufélagann með malbikunarsköfu Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni sem lamdi vinnufélaga sinn í andlitið með malbikunarsköfu. Mennirnir voru að vinna við malbikun í júlí á síðasta ári þegar fórnalambið kastar malbikið á skó árásamannsins. Árásarmanninum brá talsvert við að fá malbikið á sig og lamdi manninn í andlitið í kjölfarið. 14.1.2010 17:04 Íslenska sveitin bjargaði tveimur konum Liðsmönnum íslensku alþjóðabjörgunarsveitin tókst að bjarga tveimur konum lifandi úr rústum fjögurra hæða húss, Caribbean Market, í höfuðborg Haítí í dag. Konurnar sem eru 25 til 30 ára eru ekki mikið slasaðar, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Verið er að hlúa af þeim af björgunaraðilum, meðal annars með vökvagjöf. 14.1.2010 16:50 Flugmaður dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Hæstiréttur staðfesti í dag fjögurra mánaða skilorðbundin dóm yfir flugmanninum Jens R. Kane, sem var dæmdur fyrir að ganga í skrokk á þáverandi unnustu sinni. 14.1.2010 16:50 Sjá næstu 50 fréttir
Ríkið þarf að greiða skaðabætur fyrir ólögmæta handtöku Íslenska ríkið var dæmt í morgun til þess að greiða karlmanni af erlendum uppruna 300 þúsund krónur í skaðabætur fyrir ólögmæta handtöku. Maðurinn er einn af tólf mönnum sem var handtekinn í október 2008 sem áttu að hafa tengst alvarlegri líkamsárás á tvo lögregluþjóna. Lögregluþjónarnir bönkuðu á dyr íbúðar í Hraunbæ í Reykjavík þar sem kvartanir höfðu borist vegna hávaða. 15.1.2010 13:47
Þótti ekki við hæfi að fulltrúi FME færi fyrir hollenska þingnefnd Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir það rétt að stjórnarformaður FME hafi neitað að koma fyrir hollenska þingnefnd um orsakir fjármálakreppunnar eins og hollenska blaðið Volksrant greinir frá í dag. 15.1.2010 13:38
Ætla að vekja þingmenn á laugardaginn Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland hvetja fólk enn á ný til að fjölmenna á Austurvöll á laugardaginn 16. janúar klukkan þrjú þar sem þar sem Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi frá Akranesi og Guðrún Dadda Ásmundardóttir, stjórnarkona í HH munu taka til máls auk Birkis Högnasonar formanni ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands. 15.1.2010 13:11
Gríðarlega stór trjástafli á Grundartanga Við járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga stendur nú gríðarlega stór timburstafli. 15.1.2010 12:33
Kannað hvort Bretar og Hollendingar vilji semja að nýju Ríkisstjórnin kannar hvort Bretar og Hollendingar séu tilbúnir að setjast að samningaborðinu að nýju í Icesave málinu. Fjármálaráðherra segir of snemmt að spá fyrir um hvort slíkur vilji sé fyrir hendi. Forsætisráðherra fundar með stjórnarandstöðunni í dag til að ná þverpólitískri sátt í málinu. 15.1.2010 11:54
UNICEF á Íslandi safnar fyrir Haítí Lífsnauðsynleg hjálpargögn berast nú í stórum stíl til Haítí í gegnum birgðanet UNICEF og samstarfsstofnanna. Ástandið á vettvangi er hins vegar svo alvarlegt að hjálpargögnin ná vart að mæta hinni gríðarlegu þörf sem þar hefur skapast. Aukning á aðstoð er lífsnauðsynleg fyrir íbúa Haítí. Í tilkynningu frá UNICEF segir að lítið sem ekkert franboð sé af rennandi vatni á jarðskjálftasvæðunum eins og stendur, en skortur á ómenguðu rennandi vatni getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. „Þær afleiðingar bitna mest á börnunum og ber þá helst að nefna sjúkdóma eins og kóleru, taugaveiki, beinbrunasótt og malaríu.“ 15.1.2010 11:42
Líkum staflað hér og þar í Port au Prince Sameinuðu þjóðirnar segja að nóg sé komið af hjálparsveitum til Haítí enda er flugvöllurinn í Port au Prince yfirfullur af flugvélum. Því má segja að hjálparstarfið sé hafið af fullum krafti. 15.1.2010 11:39
Dorrit týnd á Indlandi - fór að versla og í heilsulind Lögreglan Í Mumbai á Indlandi varð heldur brugðið þegar Dorrit Moussaieff hvarf í sex klukkustundir án þess að gera vart við sig. Dorrit er stödd í Indlandi ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í opinberri heimsókn vegna afhendingar Nehrud verðlaunanna sem Ólafur Ragnar fékk afhent í gær. 15.1.2010 11:37
Hveragerði styrkir hjálparsamtök vegna Haítí Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær að styrkja Rauða Krossinn og Landsbjörg um 115.300 krónur á hvort félag, sem nemur um það 100 krónum á hvern íbúa bæjarins. Það var forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson, sem bar upp tillögu þess efnis sem hljóðaði svo: 15.1.2010 11:21
Sýknaður af kylfuárás en dæmdur fyrir að skella hurð á mann Karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir að hafa lamið mann í ágúst 2008 með kylfu í vinstri höndina hans þegar hann ók vegslóða sem hinn ákærði vildi meina að væri í einkaeign. 15.1.2010 11:11
Djákninn á Haítí: Svaf úti með ferðatösku sem kodda „Það er skrítið að upplifa von í augum íbúa í aðstæðum sem virðast vonlausar,“ skrifar djákninn Halldór Elías Guðmundsson sem er staddur á Haítí, þar sem hann hefur verið síðan jarðskjálftinn reið yfir á miðvikudaginn. Hann skrifaði stutta hugvekju á heimasíðuna tru.is og lýsir þar hrikalegu ástandi á Haítí. 15.1.2010 10:39
Sletti málningu á hús Hreiðars Más Málningu var slett á hús í eigu fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, Hreiðars Más Sigurðssonar í nótt. 15.1.2010 09:16
Með dóp og stolið mótorhjól Tveir ungir Karlmenn, urðu aðeins of seinir að kasta fíkniefnum út úr bíl sínum, þegar þeir urðu þess áskynja í gær, að lögreglan á Akureyri ætlaði að hafa afskipti af þeim. 15.1.2010 08:46
Dauðhræddir við drauga Skelfingu lostnir hælisleitendur í Þrændalögum í Noregi leituðu í gær til lögreglunnar vegna draugagangs í húsi sem þeim hafði verið fengið til íbúðar. 15.1.2010 08:34
Vegatálmar úr líkum á Haiti Þótt flugvöllurinn í Port au Prince sé nú yfirfullur af af flugvélum sem flytja hjálpargögn og björgunarsveitir er björgunarstarf ekki hafið að neinu marki. 15.1.2010 08:30
Ætluðu að jafna Jyllands-Posten við jörðu Islamskir hryðjuverkamenn ætluðu að jafna höfuðstöðvar danska blaðsins Jyllandsposten við jörðu vegna múhameðsteikninganna svokölluðu. 15.1.2010 08:15
Mikil óánægja með samninga Margar ástæður eru fyrir mikilli óánægju meðal íslensku þjóðarinnar með Icesave-samninginn, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í grein 15.1.2010 06:00
Veit ekki hvað bíður á áfangastað Hlín Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, hélt af stað til Haítí síðdegis í gær. Hlín kemur til með að gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins. 15.1.2010 06:00
Icesave á ekki að trufla ferlið „Umsóknin er á áætlun, ekkert hefur breyst hvað það varðar og engar vísbendingar komið fram um annað en að hún hafi sinn gang.“ Þetta segir Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. 15.1.2010 06:00
Segir Íslendinga styðja íbúa Haítí Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur sent samúðarkveðjur til forseta Haítí, René Préval. Í kveðjunni tjáði hann Préval stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla. 15.1.2010 06:00
Þriðjungur lækna í sérnámi segist ekki koma heim aftur Einungis þriðjungur ungra lækna sem eru í sérnámi erlendis er ákveðinn í því að snúa aftur til Íslands að loknu námi. Þetta gengur þvert á reynslu innan íslensku læknastéttarinnar þar sem mikill meirihluti lækna hefur löngum verið staðráðinn í að snúa aftur heim að námi loknu. Nýleg könnun á vegum Læknafélags Íslands gefur vísbendingar um þessa þróun. 15.1.2010 06:00
Ástandið í borginni skelfilegt Íslenska björgunarsveitin fann þrjár konur í rústum matvörumarkaðar í höfuðborg Haítí í gær. Þær eru allar á lífi. Sveitin var meðal fyrstu á svæðið. Friðargæsluliðar fylgja íslensku sveitinni við björgunarstörf. 15.1.2010 06:00
Segja hjálparbeiðni hafa verið hafnað Fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri Neyðarlínunnar og fyrrverandi lögregluþjónn fullyrða að starfsmaður Neyðarlínunnar hafi neitað að kalla til aðstoð sjúkrabíls og lögreglu eftir að eldri hjón veltu bifreið sinni austan við Hvolsvöll síðla mánudags. Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir aftur á móti að viðbrögð starfsmanns hafi verið samkvæmt verklagi og boðun í samræmi við eðli atburðarins. 15.1.2010 06:00
Mál nýrrar bankastjórnar „Vinna er enn í gangi. Við það er litlu að bæta,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um fjárhagslega endurskipulagningu eignarhaldsfélagsins 1998 ehf., móðurfélags Haga, gagnvart Arion banka. 15.1.2010 06:00
Guðs mildi að þau voru ekki inni á hótelinu Halldór Elías Guðmundsson var á gangi ásamt hópi skólafélaga um götur Jacmel á Haítí þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hann slapp ómeiddur en hluti hótelsins hrundi, þar á meðal herbergi Halldórs, að sögn Jennýjar Brynjarsdóttur, eiginkonu hans. 15.1.2010 05:00
Svartsýnin viðvarandi í ár Enginn stjórnandi í fjögur hundruð stærstu fyrirtækjum landsins telur aðstæður í íslensku efnahagslífi góðar um þessar mundir. Meirihluti þeirra, eða 92 prósent, telja aðstæðurnar slæmar og átta prósent telja þær hvorki góðar né slæmar. 15.1.2010 05:00
Þáðu far frá Haítí til Íslands Átta manns, sem lentu í jarðskjálftanum á Haítí, voru væntanlegir til Keflavíkurflugvallar í nótt. Þá var flugvél Icelandair, sem flutti íslensku rústabjörgunarsveitina til Haítí væntanleg heim á ný. Íslensk stjórnvöld buðu fram vélina til að ferja útlendinga frá Haítí. 15.1.2010 05:00
Gamla skattkerfið var gott Viðskiptaráð Íslands segir skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem tóku gildi um áramót illa ígrundaðar og hafi stjórnin átt að gefa sér betri tíma til að vinna þær og útfæra í stað þess að þrýsta þeim í gegnum þingið. 15.1.2010 04:00
Óheppilegt að boðið sé upp á ólík úrræði Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, vill að Arion og Landsbankinn fari að dæmi Íslandsbanka og bjóði öllum skuldurum fasteignalána höfuðstólsleiðréttingu. 15.1.2010 04:00
21 fallbyssuskoti hleypt af Forseti Indlands, Pratibha Patil, afhenti í gær Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, Nehru-verðlaunin fyrir árið 2007. Verðlaunin veita indversk stjórnvöld ár erlendum manni, sem talinn er stuðla að friði og skilningi þjóða á milli. Síðastur hlaut verðlaunin á undan forseta Íslands, Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu en áður hafa meðal annars hlotið þau Aung San Suu Kyi, Nelson Mandela og Yasser Arafat. 15.1.2010 04:00
Telur óeðlilega staðið að könnun í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi, býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í maí. Þar með fær Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri, keppinaut um leiðtogasætið á framboðslistanum. 15.1.2010 04:00
Forsetinn talar gegn skilningi stjórnvalda Fullkomið ósamræmi er í orðum Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og ráðherra í ríkisstjórn Íslands um hvað gerist verði lögum um breytingu á Icesave hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sagði við blaðamann Fréttablaðsins í síðustu viku að eldri lög yrðu þá í gildi. „Mér finnst skrýtið núna að þau [eldri lögin] séu ómerk og hafi í raun ekkert innihald.“ Þetta áréttaði hann við fréttaveituna Bloomberg í gær. 15.1.2010 03:30
Vilja að Danir og Svíar sendi tjöld fyrir björgunarmennina Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið Danmörku og Svíþjóð um að senda tjöld til að hýsa björgunarsveitamenn og aðra í Haítí. Þetta kemur fram á vef Danmarks Radio. 14.1.2010 23:12
Enn ekki fengið neinar fréttir af fólkinu sínu Elda Þórisson Faurelien hefur enn ekki fengið nokkrar fréttir af ástvinum sínum á Haítí eftir skjálftann í fyrradag. Hún fylgist grannt með á Netinu, á facebook og twitter, auk þess að fylgjast með fjölmiðlum. Methúsalem Þórisson, eiginmaður hennar, segir þó að hingað til hafi hvorki spurst til fjölskyldu né vina. 14.1.2010 21:00
Íslendingar björguðu tveimur konum Eins og greint var frá fyrr í dag björguðu íslenskir björgunarsveitamenn tveimur ungum konum úr húsi í Haítí í dag. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar mennirnir koma með konurnar úr húsinu. Myndin er send frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. 14.1.2010 19:45
Forsætisráðherra bjartsýn á nýjar Icesave viðræður Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er bjartsýn á að draga megi Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu vegna Icesave málsins. Þetta kom fram í seinni fréttum Ríkissjónvarpsins. Hún segir að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort Bretar og Hollendingar eru tilbúnir að samningaborðinu á nýjan leik, en það gæti dregist framyfir helgi. 14.1.2010 22:06
Syngur Rómeó og Júlíu til styrktar krabbameinssjúkum börnum Það verður blásið til stórveislu í Háskólabíói á laugardaginn þegar margir af helstu listamönnum þjóðarinnar koma fram tónleikum til stuðnings Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. 14.1.2010 21:31
Vikulangt gæsluvarðhald vegna meints fíkniefnasmygls Tveir karlmenn um fertugt voru í dag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að innflutningi á ætluðum fíkniefnum til landsins. 14.1.2010 20:35
Um 500 manns voru viðstaddir opnunarhátíð HR Um 500 manns komu saman í dag á opnunarhátíð Háskólans í Reykjavík við Menntaveg 1 í Nauthólsvík í dag. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri klipptu á borða og opnuðu þar með nýbyggingu HR með formlegum hætti. 14.1.2010 19:27
Oddvitar ríkisstjórnarinnar funda með leiðtogum stjórnarandstöðu Fundur formanna stjórnarandstöðuflokkanna með leiðtogum ríkisstjórnarinnar hófst um sexleytið í kvöld. 14.1.2010 18:25
Forsætisráðherra sendi framkvæmdastjóra AGS bréf Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi Dominique Strauss Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, 14.1.2010 17:15
Bandarísk útgáfa af Næturvaktinni í undirbúningi Alþjóðlega kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Reveille hefur fengið til liðs við sig Sony Pictures um að fjármagna og dreifa bandarískri útgáfu af Næturvaktinni þar sem allar helstu sögupersónar þáttanna og söguþráður yrðu staðfærður inn í bandarískt samfélag. 14.1.2010 18:07
Lamdi vinnufélagann með malbikunarsköfu Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni sem lamdi vinnufélaga sinn í andlitið með malbikunarsköfu. Mennirnir voru að vinna við malbikun í júlí á síðasta ári þegar fórnalambið kastar malbikið á skó árásamannsins. Árásarmanninum brá talsvert við að fá malbikið á sig og lamdi manninn í andlitið í kjölfarið. 14.1.2010 17:04
Íslenska sveitin bjargaði tveimur konum Liðsmönnum íslensku alþjóðabjörgunarsveitin tókst að bjarga tveimur konum lifandi úr rústum fjögurra hæða húss, Caribbean Market, í höfuðborg Haítí í dag. Konurnar sem eru 25 til 30 ára eru ekki mikið slasaðar, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Verið er að hlúa af þeim af björgunaraðilum, meðal annars með vökvagjöf. 14.1.2010 16:50
Flugmaður dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Hæstiréttur staðfesti í dag fjögurra mánaða skilorðbundin dóm yfir flugmanninum Jens R. Kane, sem var dæmdur fyrir að ganga í skrokk á þáverandi unnustu sinni. 14.1.2010 16:50