Innlent

Á ofsahraða undir áhrifum

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn rétt fyrir miðnætti í gær fyrir að hafa ekið á 160 kílómetra hraða á Hellisheiði en þar er 90 kílómetra hámarkshraði. Hann var jafnframt undir áhrifum áfengis. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var maðurinn færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Lögreglan á Selfossi stöðvaði annan ungan mann fyrir of hraðan akstur á Hellisheiði í gærkvöldi. Sá mældist á 144 kílómetra hraða en drengurinn var með bráðabirgðaökuskírteini. Við það fékk hann of marka punkta og var í framhaldinu settur í akstursbann. Drengurinn þarf að taka standast próf áður en fær að aka aftur.

Þá handtók lögreglan mann á hlaupum klukkan rúmlega hálftvö í nótt. Hann hafði brotist inn í veitingastað á Selfossi en við það fór þjófavarnarkerfi í gang. Maðurinn, sem var undir áhrifum áfengis, var með áfengi og mat á sér þegar lögreglan náði honum skammt frá veitingastaðnum. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×