Innlent

Stöðugildum á Landspítalanum fækkaði um 70

„Frá september til loka ársins höfum við fækkað um u.þ.b. 70 stöðugildi á spítalanum, að mestu án uppsagna," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.
„Frá september til loka ársins höfum við fækkað um u.þ.b. 70 stöðugildi á spítalanum, að mestu án uppsagna," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.
Launakostnaður Landspítalans á síðasta ári nam 26.680 milljónum króna sem er rúmlega 1% yfir áætlun. Björn Zoëga, forstjóri spítalans, segir að hlutfallið hafi verið 5% í ágúst og það hafi leitt til róttækra sparnaðaraðgerða sem voru kynntar í september.

„Nú liggur fyrir að þær aðgerðir hafa skilað miklum árangri. Frá september til loka ársins höfum við fækkað um u.þ.b. 70 stöðugildi á spítalanum, að mestu án uppsagna," segir Björn í vikulegum pistli sínum til starfsmanna.

Björn segir ljóst að með samstilltu átaki allra starfsmanna hafi tekist að draga verulega úr kostnaði spítalans síðustu þrjá mánuði ársins. Í raun og veru hafi verið afgangur af rekstri spítalans þessa mánuði.

„En við verðum að halda okkar striki á þessu ári og ná markmiðum okkar um að veita góða og örugga spítalaþjónustu innan ramma fjárlaga. Áfram verður unnið að því að draga úr breytilegri yfirvinnu en á árinu 2009 minnkaði hún um rúm 25%. Allt þetta sýnir hversu vel getur tekist til á spítalanum ef allir eru samtaka," segir forstjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×