Innlent

Kröfufundur á Austurvelli

Kröfufundurinn hefst klukkan 15. Mynd/Hagsmunasamtök heimilanna
Kröfufundurinn hefst klukkan 15. Mynd/Hagsmunasamtök heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýja Ísland efna til kröfufundar á Austurvelli í dag. Þar verður okurlánastarfsemi og blekkingum bankanna mótmælt, að fram kemur í tilkynningu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Guðrún Dadda Ásmundardóttir, stjórnarkona í Hagmunasamtökum heimilanna, munu taka til máls á fundinum sem hefst klukkan 15.

Í tilkynningunni kemur fram að samtökin mótmæli áframhaldandi okurlánastarfsemi bankanna í formi verðtryggingar og hárra vaxta og aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi lánamál heimilanna.

„Samkvæmt fulltrúa AGS á Íslandi eiga allar afskriftir lánasafna bankanna að ganga beint áfram til skuldara í formi leiðréttinga. Þetta er ekki að gerast í reynd, bankarnir virðast ætla að halda eftir meirihluta þessara afskrifta og rukka skuldara um meirihluta þessara afskrifta.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×