Innlent

Frambjóðendur í Reykjavík kynntir

Borgarstjórn Reykjavíkur.
Borgarstjórn Reykjavíkur. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking kynna í dag þá frambjóðendur sem gefa kost á sér á lista flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar rennur út á hádegi í dag.

Sjálfstæðisflokkur stendur fyrir opnum fundi í Iðnó frá klukkan 11 til 13 þar sem frambjóðendur í prófkjöri flokksins í Reykjavík kynna sig og áherslur sínar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, verður fundarstjóri og þá mun Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, ávarpa fundinn. Prófkjör sjálfstæðismanna í höfuðborginni fer fram næstkomandi laugardag.

Viku síðar velur Samfylkingarfólk í Reykjavík efstu menn á lista flokksins. Sem fyrr segir rennur framboðsfresturinn út á hádegi. Frambjóðendur í prófkjörinu verða kynntir á fréttamannafundi á skrifstofu flokksins við Hallveigarstíg síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×