Innlent

Össur hitti aðstandendur björgunarmanna

Frá höfuðstöðvunum í Skógarhlíð fyrr í dag. Mynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Frá höfuðstöðvunum í Skógarhlíð fyrr í dag. Mynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, heimsótti í dag höfuðstöðvar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Skógarhlíð en þar hefur verið unnið allann sólarhringinn frá því jarðskjálftinn reið yfir Haítí. Þar hitti ráðherrann meðal annars aðstandendur björgunarmanna.

Að auki fékk Össur yfirlit yfir störf björgunarsveitarinnar á Haítí og hér heima. Þá ræddi hann við einn af stjórnendum íslensku sveitarinnar sem staddur er á skjálftasvæðinu í gegnum gervihnattasíma. Bað hann fyrir góðar kveðjur að heiman til allra meðlima sveitarinnar.

Fyrr í dag var greint frá því ráðherrann hefur ákveðið að veita um sjö milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Haítí.


Tengdar fréttir

Hafa ekki gefið upp vonina að finna fólk á lífi

Vonir eru bundnar við að fólk finnist enn á lífi í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum á Haítí í vikunni. Íslenska björgunarsveitin sem verið hefur að störfum í Port au Prince, höfuðborg landsins, síðustu tvo daga heldur áfram leit sinni í dag.

Íslendingarnir njóta verndar friðargæsluliða

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin mun í dag vinna í rústum St. James hótelsins í Port au Prince á Haiti. Mun sveitin vinna að þessu verkefni með spænskri björgunarsveit með leitarhunda og undir vernd indverskra friðargæsluliða en talið er að það muni taka allan daginn, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar segir að líkurnar á því að finna einhvern á lífi séu því miður ekki miklar þar sem langt er síðan jarðskjálftinn reið yfir. Í hamförum sem þessum sé flestum bjargað á fyrstu 48 klukkutímunum.

Enn er vitað um fólk á lífi

Enn er vitað um fólk á lífi í rústum húsa á Haíti. Félagar í íslensku rústabjörgunarsveitinni unnu fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Með þeim voru friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum því mjög er óttast um öryggi hjálparstarfsmanna.

Sjö milljónir í neyðaraðstoð á Haítí

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita um sjö milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Þörf er á umfangsmikilli neyðar- og mannúðaraðstoð til handa öllum þeim mannfjölda, sem nú býr við mikla neyð, matarskort, lyfjaskort og skort á húsaskjóli í kjölfar jarðskjálftans á Haítí fyrr í vikunni.

Sýna björgunarsveitinni vinsemd

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er nú að rísa úr rekkju á Haítí en þar er klukkan að verða sjö að morgni. Íslendingarnir eru vel stemmdir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki er þó enn ljóst hver þau eru.

Óttast um öryggi almennra borgara

Óttast er um öryggi almennra borgara í Port au Prince höfuðborg Haítí. Þegar rúmir fjórir dagar eru síðan að harður jarðskjálfti skók landið hafa ýmis vandamál líkt skemmdir á vegum orðið til að erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargöngum til þurfandi íbúa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×