Innlent

Bílvelta skammt frá Akureyri

Bifreið valt á hringveginum við Sveinbjarnargerði austan við Akureyri á áttunda tímanum í gærkvöldi. Fólksbifreið og jepplingur lentu saman með þeim afleiðingum að fólksbifreiðin valt og hafnaði utanvegar. Fjórir voru í bifreiðinni og eru meiðsl þeirra ekki alvarleg, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Fólkið var þó flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×